200. fundur skólanefndar Eyjafjarðarsveitar haldinn í fundarstofu 1, Skólatröð 9, þriðjudaginn 8. maí
2012 og hófst hann kl. 20:30.
Fundinn sátu:
Sigríður Bjarnadóttir formaður, Sigurður Friðleifsson aðalmaður, Hólmgeir Karlsson aðalmaður, Valgerður Jónsdóttir
aðalmaður, Sigmundur Guðmundsson aðalmaður, Jónas Vigfússon sveitarstjóri, Karl Frímannsson embættismaður, Hans Rúnar Snorrason
áheyrnarfulltrúi, Inga Bára Ragnarsdóttir áheyrnarfulltrúi, þór Hauksson Reykdal áheyrnarfulltrúi, Harpa Friðriksdóttir
áheyrnarfulltrúi og Hrund Hlöðversdóttir embættismaður.
Fundargerð ritaði: Valgerður Jónsdóttir, ritari.
Dagskrá:
1. 1203015 - Samræming vistunargjalda 2012
Farið yfrir
afsláttarkjör á vistunargjöldum. Veittur er 25% afsláttur fyrir annað barn, 50% fyrir þriðja barn og 100% fyrir fjórða barn.
Afsláttarkjör hafa ekki gilt í skólavistun. Skólanefnd leggur til að afsláttarkjör gildi einnig fyrir skólavistun, en
afsláttarkjör verði að öðru leyti óbreytt.
2. 1205010 - Starfsmannamál Hrafnagilsskóla 2012-2013
Karl Frímansson upplýsti að hann hafi fengið það starf sem skólanefnd hefur verið upplýst um að hann sótti um fyrr í
vor. Karl hefur sagt starfi sínu sem skólastjóri Hrafnagilsskóla lausu frá og með 1. ágúst. Skólanefnd þakkar Karli
kærlega fyrir það frábæra starf sem hann hefur unnið við Hrafnagilsskóla undanfarin ár. Nefndin óskar Karli velfarnaðar á
nýjum vettvangi. Sveitarstjóra falið að leita til ráðningaskrifstofu um að auglýsa eftir nýjum skólastjóra sem fyrst.
3. 1205011 - Stofnbúnaður í almennum kennslustofum
Karl lagði fram lista sem skólanefnd hafði óskað eftir um þann
búnað sem eðlilegt er að teljist til stofnbúnaðar í almennum kennslustofum. ákveðið að hafa listann til hliðsjónar og fara
yfir þann búnað sem er í kennslustofum í skólanum.
4. 1103014 - Skólaakstur
Rætt um þær reglur sem gilda um öryggismál í skólaakstri.
5. 1205012 - Skóladagatal og túlkun kennsludaga og annarra skóladaga
Borist hefur erindi frá menntamálaráðuneyti varðandi skóladagatal og túlkun kennsludaga og annarra skóladaga. Skólanefnd telur
ekki tilefni til að endurskoða skóladagatal.
6. 1205013 - Skólamálanefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga
Kynning á hlutverki og helstu störfum skólamálanefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga.
7. 1205014 - Ytra mat grunnskóla
Kynning á ytra mati grunnskóla.
8. 1205009 - Foreldrakönnun Krummakots, niðurstöður
Hrund kynnti niðurstöður foreldrakönnunar sem gerð var á Krummakoti. Niðurstöðurnar eru mjög jákvæðar fyrir starfið
í leikskólanum.
9. 1205015 - Erindi er varðar stöðu sérkennslustjóra
Hrund lagði fram erindi þar sem farið er fram á að heimild
fáist fyrir 0,3 stöðugildi sérkennslustjóra við leikskólann frá og með næsta skólaári. í dag eru
stöðugildi deildarstjóra 2,7. Skólanefnd samþykkir að leggja til að heimild verði veitt fyrir þessari stöðu til eins
árs frá og með næsta skólaári. Ekki er um hreina viðbót stöðugilda að ræða heldur breytingu á launaflokk.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 22:10