Skólanefnd

203. fundur 25. september 2012 kl. 14:00 - 14:00 Eldri-fundur

203. fundur skólanefndar Eyjafjarðarsveitar
haldinn  í fundarstofu 1, Skólatröð 9, mánudaginn 24. september 2012 og hófst hann kl. 20:30.
Fundinn sátu:
Sigríður Bjarnadóttir formaður, Sigurður Friðleifsson aðalmaður, Hólmgeir Karlsson aðalmaður, Valgerður Jónsdóttir aðalmaður, Sigmundur Guðmundsson aðalmaður, Jónas Vigfússon sveitarstjóri, Hrund Hlöðversdóttir embættismaður, Hans Rúnar Snorrason áheyrnarfulltrúi, Inga Bára Ragnarsdóttir áheyrnarfulltrúi og þór Hauksson Reykdal áheyrnarfulltrúi.

Fundargerð ritaði:  Valgerður Jónsdóttir, ritari.

 

Dagskrá:

1.  1209029 - Leikskóladeild skólaárið 2012-2013
 Skólastjóri gerði grein fyrir stöðugildum á Krummakoti. Bæta þarf við 1,5 stöðugildi frá áætlun vegna barna með sérþarfir. Gera þarf ráð fyrir þessari aukningu við endurskoðun fjárhagsáætlunar.
   
2.  1209028 - Grunnskóladeild skólaárið 2012-2013
 Skólastjóri gerði grein fyrir stöðugildum, nemendafjölda ofl. í grunnskólanum. Tveir nemendur skólans sækja nám í öðrum skólum vegna sérúrræða. Einnig sækja tveir nemendur úr öðrum sveitarfélögum nám í Hrafnagilsskóla, gera þarf ráð fyrir kostnaði vegna þessa við endurskoðun fjárhagsáætlunar, sbr. fylgiskjal.
   
3.  1205011 - Stofnbúnaður í almennum kennslustofum
 Lögð fram greinargerð um þörf á tölvukaupum í framhaldi af umræðum á fundi nefndarinnar í vor. Skólanefnd óskar eftir fjárhagsáætlun og nánari greinargerð vegna tölvukaupa á næstu árum, áður en vinna við fjárhagsáætlun hefst í haust.
   
4.  1205012 - Skóladagatal og túlkun kennsludaga og annarra skóladaga
 Lagt fram til kynningar álit Mennta- og menningarmálaráðuneytis varðandi skilgreiningu á skóladögum í grunnskóla.
   
5.  1209031 - Gjaldskrá vegna nemenda utan lögheimila
 Lagt fram til kynningar.
   
6.  1202011 - Lög og reglugerðir
 Lagt fram til kynningar.
   
7.  1209030 - Könnun á vinnutíma og hlutverki kennara
 Lagt fram til kynningar.
   


Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 22:00

Getum við bætt efni síðunnar?