Skólanefnd

206. fundur 13. mars 2013 kl. 15:18 - 15:18 Eldri-fundur

206. fundur skólanefndar Eyjafjarðarsveitar
haldinn  í fundarstofu 1, Skólatröð 9, þriðjudaginn 12. mars 2013 og hófst hann kl. 20:30.
Fundinn sátu:
Sigríður Bjarnadóttir formaður, Hólmgeir Karlsson aðalmaður, Sigmundur Guðmundsson aðalmaður, Sunna Axelsdóttir varamaður, Hans Rúnar Snorrason áheyrnarfulltrúi, Harpa Friðriksdóttir áheyrnarfulltrúi, Eydís Elva Eymundsdóttir áheyrnarfulltrúi, Hrund Hlöðversdóttir embættismaður og Jónas Vigfússon sveitarstjóri.
Fundargerð ritaði:  Jónas Vigfússon, sveitarstjóri.
Eydís er nýr áheyrnarfulltrúi starfsmanna leikskóla.

Dagskrá:

1.  1303008 - Skólanefnd - skýrsla 2012
 Skýrsla skólanefndar yfirfarin og samþykkt.
   
2.  1302001 - Siðareglur Eyjafjarðarsveitar
 Nýjar siðareglur Eyjafjarðarsveitar voru kynntar og undirritaðar.
   
3.  1303005 - Grunnskóladeild skóladagatal 2013-2014
 Hrund kynnti skóladagatal fyrir grunnskóladeild sem kynnt hefur verið í skólaráði og samþykkt af kennurum. Skólanefnd samþykkir skóladagatalið.
Stefnt er að því að taka fyrir skóladagatal leikskóladeildar á næsta fundi.
   
4.  1303006 - Hrafnagilsskóli - heildstæður skóladagur
 Hrund kynnti hugmyndir að heildstæðum skóladegi.
Skólanefnd fagnar þeim og leggur til að boðað verði til íbúafundar í samstarfi við foreldrafélagið til að ræða hugmyndirnar.
Einnig voru ræddar hugmyndir um að flýta skólaakstri vegna framhaldsferða til Akureyrar. í tengslum við það var rætt um að bjóða upp á hafragraut á morgnana í Hrafnagilsskóla.
   
5.  1205010 - Starfsmannamál Hrafnagilsskóla 2012-2013
 Hrund kynnti skilgreiningar á fastri yfirvinnu kennara, o.fl.
   
6.  1105017 - ávaxta- og grænmetisstundir
 Farið var yfir hvernig ávaxtahressing kemur út. Kostnaður sveitarfélagsins er um 740 þús. kr. og öll börn nema 9 nýta sér hressinguna.
   
7.  1303007 - Skólapúlsinn
 Hrafnagilsskóli er aðili að skólapúslinum. Nemendakannanir eru tvisvar á ári og foreldrakannanir öðru hvoru. ákveðið að kynna betur á næsta fundi.
   
8.  1303009 - Eineltisáætlun Hrafnagilsskóla
 Hrund kynnti eineltisáætlun Hrafnagilsskóla, sem er í námsskrá skólans. útfæra þarf verklag nánar og kynna á vef skólans.
   
9.  1301014 - Námssmatsstofnun, framkvæmd ytra mats á leik- og grunnskólum
 Lagt fram til kynningar.
   

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 22:20

Getum við bætt efni síðunnar?