Skólanefnd

214. fundur 22. maí 2014 kl. 08:54 - 08:54 Eldri-fundur

214. fundur skólanefndar Eyjafjarðarsveitar
haldinn  í fundarstofu 1, Skólatröð 9, miðvikudaginn 21. maí 2014 og hófst hann kl. 20:00.

Fundinn sátu:
Sigríður Bjarnadóttir formaður, Sigurður Friðleifsson aðalmaður, Valgerður Jónsdóttir aðalmaður, Hólmgeir Karlsson aðalmaður, Sigmundur Guðmundsson aðalmaður, Hans Rúnar Snorrason áheyrnarfulltrúi, Gunnhildur Jakobsdóttir áheyrnarfulltrúi, Sigurveig Björnsdóttir áheyrnarfulltrúi, Hrund Hlöðversdóttir embættismaður, Hugrún Sigmundsdóttir embættismaður og Jónas Vigfússon sveitarstjóri.
Fundargerð ritaði:  Valgerður Jónsdóttir.

Dagskrá:

1.     1405013 - Niðurstöður foreldrakönnunar á vorönn 2014
Hugrún fór yfir niðurstöður foreldrakönnunar.
         
2.     0905003 - Starfsmannamál Hrafnagilsskóla
Rætt var um skipurit starfsmanna Hrafnagilsskóla. Skólanefnd sammála um að tímabært sé að fara yfir reynsluna af sameiningu skólastiganna og móta stefnu til framtíðar.
         
3.     1403008 - Skóladagatal Hrafnagilsskóla
Skóladagatal næsta skólaárs tekið til umræðu. Skólanefnd leggur til að vetrarfrísdagar í leikskóla verði teknir út næsta skólaár. Skóaldagatal grunnskóla og leikskóla samþykkt með fyrrgreindum breytingum. Skólanefnd lýsir sérstakri ánægju með að samkv. skóladagatali er skólasetning er nú að kvöldi.
         
4.     1303007 - Skólapúlsinn
Kynntar niðurstöður skólapúlsins.
         
5.     1405014 - Staðan í Hrafnagilsskóla skólaárið 2014-2015
Hugrún og Hrund fóru yfir tölulegar upplýsingar úr leikskóla- og grunnskóladeild.
Hrund lagði fram tillögu um reglur varðandi lækkun á starfshlutfalli kennara eftir að tökur lífeyris hefjast. Tillagan samþykkt efnislega.
         
6.     1012002 - Ráðgjafaþjónusta - endurskoðun samnings
Rætt um ráðgjafaþjónustu og gildandi þjónustusamning við Akureyrarbæ. Hrund greindi frá því að biðtími eftir sálfræðiþjónustu væri orðinn allt of langur. Skólanefnd lýsir áhyggjum sínum yfir löngum biðtíma.
         
7.     1403010 - Námsvist utan lögheimilissveitarfélags
Samþykkt
         
8.     1402001 - Skólaakstur/almenningssamgöngur
í ljósi bókunar sveitarstjórnar á fundi sínum 30. apríl sl. þar sem ákveðið er að halda fyrirkomulagi skólaaksturs óbreyttu, ítrekar skólanefnd fyrri afstöðu sína um að færa eigi skólaaksturs til fyrra horfs. Einnig var lagt fram svarbréf Mennta- og menningamálaráðuneytis við kvörtun foreldra varðandi málið. í svarbréfi ráðuneytisins segir m.a. "Eins og mál þetta virðist vaxið telur ráðuneytið að skipulagning og framkvæmd sveitarfélagsins Eyjafjarðarsveitar sé ekki í samræmi við framangreind ákvæði reglananna og þann megintilgang þeirra að skipuleggja skólaakstur fyrst og fremst í samræmi við þarfir nemenda með hliðsjón af öryggi þeirra, velferð og umhverfisaðstæðum, eins og mælt er fyrir um í 1. mgr. 4.gr. reglanna." Vísað er í reglur um skólaakstur grunnskóla nr. 656/2009 með stoð í 22.gr. laga um grunnskóla nr. 91/2008.
         
9.     1404003 - Könnun á framkvæmd reglugerðar um ábyrgð og skyldur aðila skólasamfélagsins í grunnskólum
Lagt fram til kynningar
   
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 23:10






Getum við bætt efni síðunnar?