Skólanefnd

169. fundur 18. nóvember 2014 kl. 09:02 - 09:02 Eldri-fundur

169. fundur íþrótta- og tómstundanefndar Eyjafjarðarsveitar haldinn Fundarstofa, mánudaginn 17. nóvember 2014 og hófst hann kl. 20:00.

Fundinn sátu:
Halldóra Magnúsdóttir formaður, Guðrún Helga Kristjánsdóttir aðalmaður, Hans Rúnar Snorrason aðalmaður, Garðar Stefán Nikulás Sigurgeirsson aðalmaður, Guðrún Anna Gísladóttir aðalmaður, Karl Frímannsson sveitarstjóri og Stefán Árnason.
Fundargerð ritaði: Guðrún A. Gísladóttir.

Dagskrá:

1. 1411007 - Fjárhagsáætlun 2015 - íþrótta- og tómstundanefnd
Fjárhagsáætlun fyrir árið 2015 er samþykkt með kr. 318.000 halla miðað við rammafjárveitingu ársins.

2. 1411003 - Íþrótamiðstöð Eyjafjarðar - tillaga að verðskrá
Tillaga að gjaldskrá fyrir árið 2015 er samþykkt þar sem verðskrá íþróttahúss og sundlaugar hækkar um 2,4% og tjaldsvæðis 9,4%.
Íþrótta- og tómstundanefnd leggur til að aldraðir greiði kr. 150 í aðgangseyri að sundlaug til samræmis við það sem börn greiða.

3. 1410007 - Ósk um styrk fyrir leikfimi aldraðra
Nefndin frestar afgreiðslu málsins og óskar eftir frekari gögnum.

4. 1411017 - Heilsueflandi samfélag
Íþrótta- og tómstundanefnd leggur til að settur verði á fót stýrihópur vegna verkefnisins um heilsueflandi samfélag. Formanni er falið að koma með tillögu að skipan í stýrihópinn fyrir næsta fund.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 21:52

Getum við bætt efni síðunnar?