Skólanefnd

219. fundur 26. febrúar 2015 kl. 12:24 - 12:24 Eldri-fundur

219. fundur skólanefndar Eyjafjarðarsveitar haldinn í fundarstofu 2, Skólatröð 9, miðvikudaginn 25. febrúar 2015 og hófst hann kl. 15:00

Fundinn sátu:
Sigmundur Guðmundsson formaður, Hólmgeir Karlsson aðalmaður, Beate Stormo aðalmaður, Þór Hauksson Reykdal aðalmaður, Lilja Sverrisdóttir aðalmaður, Hans Rúnar Snorrason áheyrnarfulltrúi, Gunnhildur Jakobsdóttir áheyrnarfulltrúi, Hrund Hlöðversdóttir embættismaður, Hugrún Sigmundsdóttir embættismaður, Karl Frímannsson sveitarstjóri, Benjamín Örn Davíðsson áheyrnarfulltrúi og Inga Bára Ragnarsdóttir áheyrnarfulltrúi.
Fundargerð ritaði: Þór Hauksson Reykdal.

Dagskrá:

1. 1502037 - Eyjafjarðarsveit - tillaga að fundardögum skólanefndar til vors 2015
Tillaga var lögð fram um fundardaga skólanefndar fram til vors sem eru eftirfarandi 18. mars, 22. apríl og 20. maí, og byrja þeir kl. 15:00.

Tillagan var samþykkt.

2. 1502036 - Hrafnagilsskóli - skólanámskrá 2014-2015
Skólanámskrá Hrafnagilsskóla veturinn 2014-2015 var lögð fram til kynningar.

3. 1502039 - Eyjafjarðarsveit - mótun skólastefnu Eyjafjarðarsveitar, minnisblað sveitarstjóra
Sveitarstjóri lagði fram minnisblað um stöðu vinnu við mótun skólastefnu Eyjafjarðarsveitar.

Skólanefnd hefur ákveðið að boðað skuli til almenns vinnufundar þann 17. mars 2015 kl. 19:30, þar sem fulltrúar hagsmunaaðila koma saman til að vinna að mótun skólastefnu fyrir Eyjafjarðarsveit.

Skólanefnd hefur falið sveitarstjóra að skipuleggja vinnufundinn.

4. 1501008 - Eyjafjarðarsveit - tilkynning um ytra mat á leikskólanum Krummakoti
Skólanefnd lýsir ánægju sinni með þetta framtak.

5. 1502038 - Eyjafjarðarsveit - námskeið fyrir skólanefndir á Norðurlandi eystra
Lagt fram til kynningar.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:12

Getum við bætt efni síðunnar?