Skólanefnd

220. fundur 19. mars 2015 kl. 09:43 - 09:43 Eldri-fundur

220. fundur skólanefndar Eyjafjarðarsveitar haldinn í fundarstofu 1, Skólatröð 9, miðvikudaginn 18. mars 2015 og hófst hann kl. 15:00

Fundinn sátu:
Sigmundur Guðmundsson formaður, Hólmgeir Karlsson aðalmaður, Þór Hauksson Reykdal aðalmaður, Lilja Sverrisdóttir aðalmaður, Hans Rúnar Snorrason áheyrnarfulltrúi, Gunnhildur Jakobsdóttir áheyrnarfulltrúi, Benjamín Örn Davíðsson áheyrnarfulltrúi, Hrund Hlöðversdóttir embættismaður, Karl Frímannsson sveitarstjóri og Rósfríður Fjóla Þorvaldsdóttir áheyrnarfulltrui
Fundargerð ritaði: Sigmundur Guðmundsson formaður.

Dagskrá:

1. 1502042 - Samband íslenskra sveitarfélaga - breytingar á reglugerð um nemendur með sérþarfir í grunnskóla
Lagt fram til kynningar.

2. 1502039 - Eyjafjarðarsveit - Skólastefna Eyjafjarðarsveitar
Skólanefnd skipar eftirtalda aðila í vinnuhóp sem mun vinna frekar áfram með drög að skólastefnu Eyjafjarðarsveitar:

Fyrir hönd skólanefndar sitja formaður skólanefndar, Sigmundur Guðmundsson og Beate Stormo.
Fyrir hönd skólastjórnenda situr Hrund Hlöðversdóttir.
Fyrir hönd foreldarfélaga skólanna situr Benjamín Örn Davíðsson.
Fyrir hönd starfsmanna skólanna situr Hans Rúnar Snorrason.

Skólanefnd leggur fyrir vinnuhópinn að leggja fram til kynningar drög að skólastefnu áður en skólastarfi lýkur vorið 2015.

3. 1502033 - Eyjafjarðarsveit - hávaðamæling í leik- og grunnskóla
Lagt fram til kynningar.

Í niðurstöðu skýrslunar kemur m.a. fram að úrbóta sé þörf varðandi hljóðvist í íþróttasal, á nokkrum stöðum í leikskóla og á göngum mötuneytis og tónlistarskóla. Skólanefnd leggur til að sveitarstjórn fái fagaðila til að gera tillögur til úrbóta á grundvelli skýrslunar.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 15:54

 

Getum við bætt efni síðunnar?