Skólanefnd

224. fundur 08. október 2015 kl. 08:40 - 08:40 Eldri-fundur

224. fundur skólanefndar Eyjafjarðarsveitar haldinn í fundarstofu 1, Skólatröð 9, miðvikudaginn 7. október 2015 og hófst hann kl. 15:00

Fundinn sátu:
Sigmundur Guðmundsson formaður, Þór Hauksson Reykdal aðalmaður, Lilja Sverrisdóttir aðalmaður, Hans Rúnar Snorrason áheyrnarfulltrúi, Rósfríður Fjóla Þorvaldsdóttir áheyrnarfulltrúi, Hrund Hlöðversdóttir embættismaður, Hugrún Sigmundsdóttir embættismaður, Stefán Árnason, Susanne Lintermann áheyrnarfulltrúi og Valur Ásmundsson áheyrnarfulltrúi.
Fundargerð ritaði: Sigmundur Guðmundsson formaður.

Dagskrá:

1. 1508023 - Starfsáætlun Hrafnagilsskóla 2015-2016
Lagt fram til kynningar. Skólanefnd staðfestir kynnta starfsáætlun Hrafnagilsskóla 2015-2016.

2. 1508024 - Starfsáætlun Krummakots 2015-2016
Lagt fram til kynningar. Skólanefnd staðfestir kynnta starfsáætlun Krummakots 2015-2016.

3. 1510004 - Innra mat Hrafnagilsskóla 2015-2016
Lagt fram til kynningar. Skólanefnd staðfestir Sjálfsmatsskýrslu og innra mat Hrafnagilsskóla 2015-2016.

4. 1507011 - Þjóðarsáttmáli um læsi
Skólanefnd leggur til að vinna við læsistefnu Eyjafjarðarsveitar verði sett í hendur þegar skipaðs vinnuhóps sem vinnur að skólastefnu Eyjafjarðarsveitar. Telur nefndin að læsistefna sé mikilvægur þáttur í skólastefnu sveitarfélagsins.

5. 1510003 - Skólanámskrá Krummakots 2015-2016
Skólanefnd leggur fyrir skólastjórnanda að leggja fram megindrög að skólanámsskrá Krummakots á næsta fundi skólanefndar 11. nóvember 2015.

6. 1510002 - Skólanámskrá Hrafnagilsskóla 2015-2016
Lagt fram til kynningar. Skólanefnd staðfestir Skólanámskrá Hrafnagilsskóla 2015-2016.

7. 1501008 - Eyjafjarðarsveit - tilkynning um ytra mat á leikskólanum Krummakoti
Umræðu frestað til næsta fundar.

8. 1510010 - Fjárhagsáætlun skólanefndar 2016-2019
Fjárhagsrammi vegna fræðslumála lagður fram til kynningar. Skólanefnd leggur fyrir skólastjórnendur að vinna áætlun sem tekur mið af áætluðum fjárhagsramma.


Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:25

 

Getum við bætt efni síðunnar?