Skólanefnd

225. fundur 12. nóvember 2015 kl. 08:02 - 08:02 Eldri-fundur


225. fundur skólanefndar Eyjafjarðarsveitar
haldinn í fundarstofu 1, Skólatröð 9, miðvikudaginn 11. nóvember 2015 og hófst hann kl. 15:00.


Fundinn sátu:
Sigmundur Guðmundsson formaður, Hólmgeir Karlsson aðalmaður, Beate Stormo aðalmaður, Þór Hauksson Reykdal aðalmaður, Lilja Sverrisdóttir aðalmaður, Hans Rúnar Snorrason áheyrnarfulltrúi, Rósfríður Fjóla Þorvaldsdóttir áheyrnarfulltrúi, Hrund Hlöðversdóttir embættismaður, Hugrún Sigmundsdóttir embættismaður, Karl Frímannsson sveitarstjóri, Stefán Árnason og Valur Ásmundsson áheyrnarfulltrúi.
Fundargerð ritaði: Sigmundur Guðmundsson formaður.


Dagskrá:

1. 1511005 - Ytra mat á starfi Hrafnagilsskóla 2016
Lagt fram til kynningar. Skólastjóri Hrafnagilsskóla og Skólanefnd lýsa ánægju með þessa tilkynningu frá Menntamálastofnun.

2. 1511006 - Tillaga þess efnis að samrekstri leik- og grunnskóla verði hætt frá og með áramótum 2015-2016
Skólanefnd samþykkir tillögu skólastjórnenda með þeim fyrirvara að ekki verði um kostnaðarauka að ræða.

3. 1510010 - Fjárhagsáætlun skólanefndar 2016-2019
Lagt fram til kynningar.

4. 1510003 - Skólanámskrá Krummakots 2015-2016
Skólanefnd lýsir ánægju með framtakið og leggur fyrir leikskólastjórnanda að leggja fram drög að námskránni í febrúar 2016.

5. 1501008 - Eyjafjarðarsveit - tilkynning um ytra mat á leikskólanum Krummakoti
Lagt fram til kynningar. Skólanefnd lýsir ánægju með hversu jákvætt ytra matið er og lýsir góðu starfi í leikskólanum. Leikskólastjórnandi lagði fram tímasetta umbótaáætlun sem tekur til þeirra þátta þar sem tækifæri eru til enn frekari betrumbóta.

6. 1511007 - Lykiltölur fyrir Hrafnagilsskóla
Lagt fram til kynningar.

7. 1510025 - Breytingar á aðalnámskrá grunnskóla
Lagt fram til kynningar.

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16.30

Getum við bætt efni síðunnar?