Skólanefnd

230. fundur 11. október 2016 kl. 11:49 - 11:49 Eldri-fundur

230. fundur haldinn í fundarstofu 1, Skólatröð 9, 10. október 2016 og hófst hann kl. 15:00.

Fundinn sátu:
Sigmundur Guðmundsson formaður, Hólmgeir Karlsson aðalmaður, Beate Stormo aðalmaður, Lilja Sverrisdóttir aðalmaður, Sunna Axelsdóttir varamaður, Hans Rúnar Snorrason áheyrnarfulltrúi, Rósfríður Fjóla Þorvaldsdóttir áheyrnarfulltrúi, Hrund Hlöðversdóttir embættismaður, Hugrún Sigmundsdóttir embættismaður, Ólafur Rúnar Ólafsson sveitarstjóri og Þorbjörg Helga Konráðsdóttir áheyrnarfulltrúi.
Fundargerð ritaði: Ólafur Rúnar Ólafsson Sveitarstjóri.

Dagskrá:
1. Beiðni til skólanefndar vegna verklagsreglna Hrafnagilsskóla varðandi skólaferðalag 10. bekkjar - 1609022

Gestir
Arnar Árnason - 15:00
Arnar fór yfir sjónarmið sín viðvíkjandi fyrirkomulag Hrafnagilsskóla vegna nemdenda sem fara til framhaldsskólanáms strax að loknum 9. bekk. Hann telur rétt að þessir nemendur skuli eiga kost á því að taka þátt í útskriftaferðalagi jafnaldra sinna í lok 10. bekkjar.

Hrund Hlöðversdóttir gerði grein fyrir verklagi Hrafnagilsskóla og sjónarmiðum að baki því.

Skólanefnd þakkar Arnari fyrir erindi hans.
Vék frá.

Nefndin ákveður að fresta því til næsta fundar að taka afstöðu til erindisins.

2. Krummakot - Athugun á möguleika þess að taka inn nemendur frá 12 mánaða aldri - 1610003
Hugrún Sigmundsdóttir leikskólastjóri kynnti minnisblað sitt um athugun á tækifærum til að taka á móti börnum frá 12 mánaða aldri á Leikskólann Krummakot.

Nefndin felur sveitarstjóra og leikskólastjóra að afla upplýsinga um mögulegan kostnað af breytingum sem ráðast þyrfti í samkvæmt minnisblaðinu og leggja fyrir næsta fund.

3. Eyjafjarðarsveit - Skólastefna Eyjafjarðarsveitar - 1502039
Hrund Hlöðversdóttir skólastjóri kynnt vinnuskjal sem geymir drög að skólastefnu Eyjafjarðarsveitar og gerði grein fyrir vinnu við hana.

Skólanefnd leggur til að vinnuhópur verkefnisins fái drögin til frekari vinnu og ljúki vinnu sinni sem fyrst.

4. Tölulegar upplýsingar frá skólastjórum - 1610004
Lagt fram til kynningar.

5. Skipurit skólamála Eyjafjarðarsveitar - 1610005
Formaður skólanefndar í samstarfi við sveitarstjóra og skólastjóra geri tillögu að skipuriti fyrir skólamál og leggi fyrir næsta fund skólanefndar.

6. Yfirlit yfir fjölda nemenda og starfsfólks Hrafnagilsskóla 1.9.2016 - 1610009
Lagt fram til kynningar.

7. Skólanámskrá Hrafnagilsskóla 2016-2017 - 1610008
Skólanámskrá samþykkt.

8. Starfsáætlun Hrafnagilsskóla 2016-2017 - 1610007
Drög lögð fram til kynningar. Endanleg starfsáætlun lögð fram á næsta fundi.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:00

 

Getum við bætt efni síðunnar?