Skólanefnd

230. fundur 09. nóvember 2016 kl. 15:32 - 15:32 Eldri-fundur

231. fundur skólanefndar Eyjafjarðarsveitar
haldinn í fundarstofu 1, Skólatröð 9, 8. nóvember 2016 og hófst hann kl. 15:00.

Fundinn sátu:
Sigmundur Guðmundsson formaður, Hólmgeir Karlsson aðalmaður, Beate Stormo aðalmaður, Lilja Sverrisdóttir aðalmaður, Sunna Axelsdóttir varamaður, Hrund Hlöðversdóttir embættismaður, Hugrún Sigmundsdóttir embættismaður, Hans Rúnar Snorrason áheyrnarfulltrúi, Rósfríður Fjóla Þorvaldsdóttir áheyrnarfulltrúi, Þorbjörg Helga Konráðsdóttir áheyrnarfulltrúi, Ólafur Rúnar Ólafsson sveitarstjóri, Stefán Árnason embættismaður og Valur Ásmundsson áheyrnarfulltrúi.
Fundargerð ritaði: Ólafur Rúnar Ólafsson .

Dagskrá:

1. Fjárhagsáætlun skólanefndar 2017 - 1611013
Stefán Árnason, skrifstofustjóri kynnti ramma að fjárhagsáætlun og kynnti forsendur fyrir áætlunargerð í skóla- og fræðslumálum.

2. Beiðni til skólanefndar vegna verklagsreglna Hrafnagilsskóla varðandi skólaferðalag 10. bekkjar - 1609022
Skólastjóri gerir grein fyrir viðmiðunarreglum og fundi í skólaráði.

Hólmgeir leggur fram tillögu að bókun:
"Skólanefnd hefur farið yfir vinnureglur skólans við skoðun á erindi foreldranna. Fyrir liggur að sátt er um reglurnar hjá skólaráði. Ljóst er að reglurnar gera ekki ráð fyrir að nemendur sem ákveða að ljúka námi við skólann eftir 9. bekk og fari fyrr í framhaldsskóla, taki þátt í skólaferðalagi 10. bekkjar. Skólastjórnendur hafa fært fram gild rök fyrir þessu. Nefndin hefur þó skilning á sjónmiðum þeim sem fram koma í erindi foreldranna og beinir því til skólastjórnenda að skoða með opnum hug hvort ekki megi verð við slíkum óskum og að hvert tilvik verði skoðað fyrir sig líkt og reglurnar gera ráð fyrir með börn sem flytja tímabundið í annað sveitarfélag, en hafa áfram lögheimili í Eyjafjarðarsveit. Skólanefnd leggur áherslu á að sátt þurfi að ríkja um alla þætti er lúta að starfi skólans og samskiptum við foreldra."

Þrír nefndarmenn styðja bókunina. Enginn nefndarmaður er á móti. Tveir sitja hjá.

3. Krummakot - Athugun á möguleika þess að taka inn nemendur frá 12 mánaða aldri - 1610003
Sveitarstjóri kynnti minnisblað sem lagt var fram á fundinum um mögulega framvindu verkefnisins þar sem dregnir eru fram mismunandi kostir og reynt að leggja mat á fýsileika þeirra. Minnisblaðið er unnið í framhaldi af greinargerð leikskólastjóra sem lögð var fram á síðasta fundi skólanefndar.
Umræða var um málið og kosti í stöðunni.

Frekari umræðu frestað til næsta fundar, þar sem minnisblaðið var ekki aðgengilegt fyrir fundinn.

4. Starfsáætlun Krummakots 2016-2017 - 1610002
Fyrir fundinum lá starfáætlun Krummakots. Hugrún fór yfir hana og skýrði. Skólanefnd samþykkti og lýsti yfir ánægju með fyrirliggjandi starfsáætlun.

5. Starfsáætlun Hrafnagilsskóla 2016-2017 - 1610007
Fyrir fundinum lá starfáætlun Hrafnagilsskóla. Hrund fór yfir hana og skýrði. Skólanefnd lýsti yfir ánægju með fyrirliggjandi starfsáætlun og samþykkti.

6. Hrafnagilsskóli - Innra mat - 1611011
Hrund fór yfir innramat og umbótaáætlun Hrafnagilsskóla. Lagt fram til kynningar.

7. Hrafnagilsskóli - samræmd próf - 1611010
Hrund fór yfir niðurstöðu samræmdra prófa í Hrafnagilsskóla. Lagt fram til kynningar.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:40

Getum við bætt efni síðunnar?