Skólanefnd

233. fundur 01. desember 2016 kl. 10:18 - 10:18 Eldri-fundur

233. fundur skólanefndar Eyjafjarðarsveitar
haldinn í fundarstofu 1, Skólatröð 9, 30. nóvember 2016 og hófst hann kl. 15:00.

Fundinn sátu:
Sigmundur Guðmundsson formaður, Hólmgeir Karlsson aðalmaður, Beate Stormo aðalmaður, Sunna Axelsdóttir varamaður, Sigurður Ingi Friðleifsson varamaður, Hrund Hlöðversdóttir embættismaður, Hugrún Sigmundsdóttir embættismaður, Hans Rúnar Snorrason áheyrnarfulltrúi, Rósfríður Fjóla Þorvaldsdóttir áheyrnarfulltrúi, Þorbjörg Helga Konráðsdóttir áheyrnarfulltrúi, Ólafur Rúnar Ólafsson sveitarstjóri og Stefán Árnason.
Fundargerð ritaði: Sigmundur Guðmundsson formaður.

Á fundinum situr einnig Guðrún Harðardóttir í fjarveru Vals Ásmundssonar.
Dagskrá:

1. Fjárhagsáætlun skólanefndar 2017 - 1611013
Fyrir fundinum lá tillaga að fjárhagsramma.

Í tengslum við ákvörðun um að taka við börnum frá 12 mánaða aldri í leikskólann Krummakot, verði leitast við að áætla kostnað við búnaðarkaup og sveitarstjórn horfi til þess við afgreiðslu fjárhagsáætlunar.

Skólanefnd gerir þann fyrirvara að verði kjarasamningar við grunnskólakennara samþykktir, þá verði fjárhagsrammar aðlagaðir að þeim kostnaðarauka sem hljótast mun af því.

2. Mennta- og menningarmálaráðuneytið - Eftirfylgni með úttekt á Hrafnagilsskóla - 1611034
Gefur ekki tilefni til ályktana.

3. Krummakot - Athugun á möguleika þess að taka inn nemendur frá 12 mánaða aldri - 1610003
Leikskólastjóri kynnti og gerði grein fyrir drögum að nýjum innritunarreglum.

Tillagan rædd og orðalagsbreytingar. Skólanefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja reglurnar með orðalagsbreytingum í samræmi við umræður á fundinum.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:30

Getum við bætt efni síðunnar?