Skólanefnd

239. fundur 09. nóvember 2017 kl. 10:28 - 10:28 Eldri-fundur

239. fundur skólanefndar Eyjafjarðarsveitar
haldinn í fundarstofu 1, Skólatröð 9, 8. nóvember 2017 og hófst hann kl. 15:00.

Fundinn sátu:
Sigmundur Guðmundsson, formaður, Hólmgeir Karlsson, aðalmaður, Beate Stormo, aðalmaður, Sunna Axelsdóttir, varamaður, Hrund Hlöðversdóttir, embættismaður, Hans Rúnar Snorrason, áheyrnarfulltrúi, Þorbjörg Helga Konráðsdóttir, áheyrnarfulltrúi, Stefán Árnason og Elín Halldórsdóttir, áheyrnarfulltrúi.
Fundargerð ritaði: Sunna Axelsdóttir nefndarmaður.

Dagskrá:

1. Skólanefnd - Fjárhagsáætlun 2018 - 1708017
Samþykkt með þeim fyrirvara að viðauki við mönnun á Krummakoti sem samþykkt var á síðasta fundi skólanefndar rúmist innan þessarar áætlunar.

Skólanefnd beinir því til sveitarstjórnar að rammi Hrafnagilsskóla í fjárhagsáætlun verði víkkaður ef þörf krefur, þannig að innan hans rúmist hugmyndir um nútímavæðingu Hrafnagilsskóla sem lagðar voru fyrir fundinn. Skólanefnd leggur áherslu á að jafnræðis verði gætt í þeirri leið sem verður valin við framkvæmd hugmyndanna.

2. BSI á Íslandi - Aðalskoðun leikskvæðis 2017, leikskólans Krummakots - 1710012
Skýrsla BSI lögð fram til kynningar.

3. Skólanámskrá Hrafnagilsskóla 2017-2018 - 1711013
Skólanámskrá lögð fram til kynningar.

4. Starfsáætlun Hrafnagilsskóla 2017-2018 - 1710016
Starfsáætlun lögð fram til kynningar.

5. Umbótaáætlun Hrafnagilsskóla 2017-2018 - 1711014
Skjöl lögð fram til kynningar.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:43

Getum við bætt efni síðunnar?