Skólanefnd

118. fundur 11. desember 2006 kl. 21:40 - 21:40 Eldri-fundur

118. fundur skólanefndar Eyjafjarðarsveitar haldinn á Syðra Laugalandi 19. september 2002, kl. 20:30

 

Skólanefnd skipa:
Elsa Sigmundsdóttir, Aðalsteinn Hallgrímsson, Hafdís Pétursdóttir, Jóhann ólafur Halldórsson, Valdimar Gunnarsson.
Sveitarstjóri setti fund og opnaði dagskrá.

 

1. Kosningar
Formaður skólanefndar var einróma kosinn Jóhann ólafur Halldórsson. Varamaður var einróma kjörinn Elsa Sigmundsdóttir. Ritari var kosinn Valdimar Gunnarsson með þrem atkvæðum. Hafdís Pétursdóttir var einnig tilnefnd.

 

2. Málefni skólavistunar
Karl Frímannsson kynnti bréf til skólanefndar um skólavistun. Er þar rakið upphaf skólavistunar og fjallað um þá aðstöðu sem henni er búin. Kom þar fram að vistunin rekst að nokkru leyti á skólastarf og aðstæður, t.d. vegna matseldar séu óheppilegar. í bréfinu eru settar fram nokkrar spurningar varðandi framtíðarfyrirkomulag skólavistunar og hverjir eigi að standa straum af kostnaði við hana. í bréfinu lýsir skólastjóri þeirri skoðun sinni að nauðsynlegt sé að taka málefni skólavistunar til gagngerrar athugunar, m.a. með tilliti til þessa.
Einnig kom fram að leitað hefur verið eftir aðstöðu í borðsal og hliðarstofu við hann. Skólanefnd telur nauðsynlegt að skólavistun verði haldið áfram og henni búin varanleg aðstaða, bæði húsrými og starfslið.
Skólanefnd felur skólastjóra Hrafnagilsskóla að leita samkomulags við rekstraraðila Vínar og sveitarstjórn að gera tilraun með skólavistun í borðsal og aðliggjandi rými. Sú tilraun skal þó hafa minnstan mögulegan kostnað í för með sér og engar fjárfestingar.

 

3. Skólanámsskrá Hrafnagilsskóla
Karl Frímannsson dreifði skólanámsskrá 2002 - ´03 og kynnti hana.
Skólanefnd staðfestir skólanámsskrána.

 

4. önnur mál
a) Um skólaakstur. Jóhann ólafur gat þess að ekki væru enn allir skólabílar búnir öryggisbeltum. Einnig raskaðist á haustdögum áætlun um fjölda í skólabílum.

Fram kom að í samningum við bifreiðarstjóra er veittur frestur til 15. október en skólanefnd vill leggja áherslu á að þessi ákvæði séu uppfyllt. Um sinns sakir hefur verið ráðin bót á frávikum í barnafjölda í bílum, þannig að ekki þarf að koma til bílaskipta.

 

b) Formaður las bréf frá sveitarstjóra þar sem óskað er eftir að skólanefnd nefni fulltrúa í sérstaka nefnd til að undirbúa byggingu nýrrar sundlaugar. Lagt var til að Tryggvi Heimissin verði fulltrúi skólanefndar. það var samþykkt.

 

c) Aðalsteinn spurði hvernig gengi að fylgja fjárhagsáætlun fyrir Hrafnagilsskóla. Skólastjóri taldi að það gengi allvel. á næsta fundi verður áætlun líðandi árs kynnt.
í framhaldi af því kvaðst Karl mundu kynna verklag sem hefur komist á milli skrifstofu sveitarinnar og skólans.

 

d) Um fundartíma var ákveðið að hann skyldi vera - að öllu jöfnu - þriðja fimmtudag hvers mánaðar í vetur.

 

Fleira gerðist ekki,  fundi slitið kl. 22:30

 

Valdimar Gunnarsson
Elsa Sigmundsdóttir
Jóhann ó. Halldórsson
Aðalsteinn Hallgrímsson
Hafdís Hrönn Pétursdóttir
Lára Helgadóttir
Anna Gunnbjörnsdóttir

Getum við bætt efni síðunnar?