Skólanefnd

240. fundur 19. mars 2018 kl. 15:05 - 15:05 Eldri-fundur

240. fundur skólanefndar Eyjafjarðarsveitar
haldinn í fundarstofu 1, Skólatröð 9, 19. mars 2018 og hófst hann kl. 12:15.

Fundinn sátu:
Sigmundur Guðmundsson, formaður, Hólmgeir Karlsson, aðalmaður, Lilja Sverrisdóttir, aðalmaður, Sunna Axelsdóttir, varamaður, Hrund Hlöðversdóttir, embættismaður, Erna Káradóttir, embættismaður, Hans Rúnar Snorrason, áheyrnarfulltrúi, Bjarkey Sigurðardóttir, áheyrnarfulltrúi, Þorbjörg Helga Konráðsdóttir, áheyrnarfulltrúi, Stefán Árnason, ritari og Elín Halldórsdóttir, áheyrnarfulltrúi.
Fundargerð ritaði: Sigmundur Guðmundsson formaður.

Dagskrá:

1. Skipurit skólamála Eyjafjarðarsveitar - 1610005
Fyrir fundinum lágu drög að skipuriti fyrir Hrafnagilsskóla og Krummakot. Skólanefnd frestar afgreiðslu til næsta fundar.

2. Innleiðing grunnskóla í kjölfar álits Persónuverndar í Mentor máli - 1801018
Lagt fram til kynningar.

3. Hrafnagilsskóli - Skóladagatal 2018-2019 - 1803012
Skólanefnd samþykkir fyrirliggjandi tillögu að skóladagatali 2018 - 2019.

4. Leikskólinn Krummakot - Skóladagatal 2018-2019 - 1803014
Lagt fram til kynningar og verður tekið til afgreiðslu á næsta fundi skólanefndar.

5. Umfjöllun um samræmd próf 9. bekkjar - 1803015
Fyrir fundinum lá minnisblað frá Menntamálastofnun um meðferð samræmdra prófa í 9. bekk.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 13:05

Getum við bætt efni síðunnar?