Skólanefnd

123. fundur 11. desember 2006 kl. 21:42 - 21:42 Eldri-fundur

Fimmtudaginn 27. feb. 2003, kl. 20:30 var haldinn í Hrafnagilsskóla 123. fundur skólanefndar Eyjafjarðarsveitar.

Mættir voru: Aðalsteinn Hallgrímsson, Hafdís Pétursdóttir, Anna Gunnbjörnsdóttir, Karl Frímannsson, Steinunn ólafsdóttir, Elsa Sigmundsdóttir, Tryggvi Heimisson, Jóhann ólafur Halldórsson, Valdimar Gunnarsson.

 

Dagskrá fundarins var svofelld:

1. Tillaga um framtíðarhúsnæði fyrir skólavistun
2. áætlun um kennslustundafjölda 2003 - 2004
3. Tilkynningar um gjafir frá Lionsklúbbnum Vitaðsgjafa
4. Drög að skóladagatali 2003 - 2004
5. Tölvumál -tenging á Krummakoti - stefna í endurnýjun tölvubúnaðar í Hrafnagilsskóla o.fl. 6. útleiga skólahúsnæðis - endurskoðun á efnisatriðum í samningi um rekstur mötuneytis
7. Stefnumótun Hrafnagilsskóla - árangursmat á skólastefnu og skólastarfi
8. önnur mál



1. Tillaga um framtíðarhúsnæði fyrir skólavistun
Fundurinn hófst með vettvangsskoðun í kjallara vesturálmu fyrrverandi heimavistar, þar sem lagt er til að skólavistun verði komið fyrir. Fyrir fundinum lá minnisblað frá Bjarna Kristjánssyni, sveitarstjóra og Karli Frímannssyni, skólastjóra grunnskólans. þar gera þeir grein fyrir möguleikum sem nefnt húsnæði býður og tilgreina auk þess þann kostnað sem búast má við vegna flutnings skólavistunarinnar, alls kr. 1.137.000,- í minnisblaðinu koma fram tillögur um að skólavistun fá til afnota tónmenntastofuna og eitt rými sem gert verður úr þrem aðliggjandi herbergjum . (í minnisblaðinu er talað um tvö herbergi, aðlæg tónmenntastofu, en skv. upplýsingum Karls er hugmyndin að nota þrjú herbergi.) Nefndarmenn ræddu þessar tillögur og töldu að lausnin væri fullnægjandi og leggja til að farið verði að tillögunum, enda verði ekki farið út fyrir þann fjárhagsramma sem settur er. Nefndin telur óhjákvæmilegt að þessi nýja aðstaða verði fyrir hendi fyrir upphaf næsta skólaárs en telur reyndar brýnt að málið verði leyst svo fljótt sem mögulegt er.

 

2. áætlun um kennslustundafjölda 2003 - 2004
Skólastjóri grunnskólans lagði fram áætlun um kennslustundafjölda skólaárið 2003 - 2004. þar kom fram heildaraukning úr 702 stundum í 713. Sú aukning er fólgin í fjölgun skiptistunda (4), aukningu kvótabundinnar sérkennslu (3), aukinni nýbúakennslu (5) og stuðningur við nýbúa (5) en stundum fækkar í námsráðgjöf og sérkennslu fatlaðra. Skólanefnd gerir ekki athugasemd við þessa áætlun enda verður hún tekin til endurskoðunar síðar.

 

3. Tilkynningar um gjafir frá Lionsklúbbnum Vitaðsgjafa
Skólastjóri, Karl Frímannsson, sagði frá því að Lionsklúbburinn Vitaðsgjafi hefði boðið skólanum að kosta heimsókn fulltrúa frá Marita-samtökunum sem flytur forvarnaefni fyrir unglinga og foreldra þeirra. Einnig færði klúbburinn félagsmiðstöðinni spil/leiktæki (þythokkí, píluspil og fótboltaspil). Skólanefnd lýsir sérstakri ánægju með þetta góða framtak og vill færa Lionsklúbbnum Vitaðsgjafa bestu þakkir fyrir rausnarskapinn.

 

4. Drög að skóladagatali 2003 - 2004
Lögð voru fram drög að skóladagatali 2003 ? 2004. í tengslum við það var nokkuð rætt um hugsanlegar ferðir á vegum skólans, kostnað við þær og fleira. Samþykkt var að Karl tæki málið upp við foreldrafélagið. Einnig var rætt um hvort stefna ætti að vetrarfríi. Niðurstaða varð ekki önnur en sú að rétt væri að kanna hug foreldra til þessa.

 

5. Tölvumál - tenging á Krummakoti - stefna í endurnýjun tölvubúnaðar í Hrafnagilsskóla o.fl.

Sagt var frá tölvukaupum, en fimm tölvur og netþjónn eru komin í gagnið til viðbótar í grunnskólann en fyrir liggja tilboð um tengingu fyrir leikskólann. Nauðsynlegt er að skoða málið betur með skrifstofu sveitarstjórnar og einnig að meta möguleika tónlistarskólans í tölvumálum.

 

6. útleiga skólahúsnæðis -  endurskoðun á efnisatriðum í samningi um rekstur mötuneytis
Skólanefnd telur nauðsynlegt og beinir til sveitarstjórnar að við endurskoðun samnings um rekstur mötuneytis verði hnykkt á nokkrum atriðum sem nú er ekki framfylgt þótt þau standi í samningi. þar er einkum átt við innheimtu, kynningar á breytingum, m.a. verðbreytingum, og forsendum þeirra.

 

7. Stefnumótun Hrafnagilsskóla -  árangursmat á skólastefnu og skólastarfi
Formaður greindi stuttlega frá vinnu við stefnumótun sem formenn nefnda, sveitarstjórnarfulltrúar o.fl. tóku þátt í fyrir skemmstu. Hann drap m.a. á hvort mögulegt væri að mæla árangur skólastarfsins, jafnvel með beinum mælingum. Auk þess nefndi hann hvort ekki væri kominn tími til að taka upp umræðu innan skólans og jafnvel með skólanefnd. Almenn ánægja var með þá hugmynd og samþykkt að halda áfram umræðu og undirbúningi slíkrar umræðu.

 

8. önnur mál
Fram var lagt til kynningar bréf um þátttöku Hrafnagilsskóla í verkefninu "Lesið í skóginn". Nefndarmenn lýstu ánægju sinni með framtakið.

Fleira gerðist ekki - fundi slitið kl. 23:00

 

 

Fundargerð ritaði Valdimar Gunnarsson

Getum við bætt efni síðunnar?