Skólanefnd

133. fundur 11. desember 2006 kl. 21:59 - 21:59 Eldri-fundur

Skólanefnd 133. fundur

þann 31. mars 2004, kl. 20:00 var settur í Krummakoti 133. fundur skólanefndar Eyjafjarðarsveitar.

Mættir voru: Jóhann ólafur Halldórsson, Valdimar Gunnarsson, Hafdís Pétursdóttir, Karl Frímannsson, Anna Gunnbjörnsdóttir, Tryggvi Heimisson, Kristín Hermannsdóttir, Aðalsteinn Hallgrímsson og Elsa Sigmundsdóttir

 

þetta gerðist:

 

1. Skóladagatal 2004 - 2005 fyrir Hrafnagilsskóla.

Gerð hafði verið ein breyting, Litlu jólin færð á laugard. 18. des í skiptum fyrir frí föstudaginn fyrstan í sumri. þannig hefur dagatalið verið samþykkt af kennarafundi. Nemenda-, starfs- og kennsludagar eru skv. því sem reglur mæla fyrir um. Skólanefnd staðfestir dagatalið með þessum nefndu breytingum.


2. Starfsáætlun Hrafnagilsskóla
Karl Frímannsson lagði fram  óendurskoðað uppgjör sl. árs. þar kemur fram að enn er eftir að færa nokkra liði og því eins er lokastaðan neikvæð um rúmlega 5.5 milljónir. Síðan dreifði hann útfærðum hugmyndum um þann 6 millj. sparnað sem ræddur var á fundi í nóv (des á síðasta ári, og gerði grein fyrir hverjum lið. Einnig gerði hann grein fyrir umfangi kennslunnar á næsta skólaári. þar kemur m.a. fram að sérkennsla minnkar um 17 vikustundir, skiptistundum fækkar um 7 stundir, námsráðgjafi kemur á ný til starfa og fyrirsjáanlegt er að umsjón með tölvum þyrfti að aukast. önnur störf haldast nær óbreytt. Af þessu öllu leiðir að fækkun í heildina nemur 4 stundum í stað 17 sem upphaflega hafði verið gert ráð fyrir. Karl skýrði frá því að hins vegar benti margt til þess að hægt væri að taka inn nemendur úr öðrum sveitarfélögum og fá þannig tekjur.


3. Ráðninga- og starfsmannamál Hrafnagilsskóla 2004 - 2005

Karl skólastjóri skýrði frá því að þrír kennarar væru að hætta störfum (Katrín Jóhannesd., Jónas Bergmann og Svanfríður E. Arnard.) en úr barnsburðarleyfi koma María Gunnarsdóttir og Aníta Jónsdóttir (sem verður námsráðgjafi í hálfu starfi en kennir ca. 12 stundir.) Til viðbótar þarf því að ráða í svo sem eina stöðu. Auk þess þarf eins og áður að auglýsa stöður leiðbeinenda sem starfa við skólann. Vonir standa til þess að tveir leiðbeinendur ljúki réttindanámi í sumar.


4. Inntökureglur Krummakots

Anna Gunnbjörnsdóttir skýrði frá því að óskir hefðu borist um að minnka "pláss" um sumartímann, en væri orðið við því drægi úr nýtingu starfsliðs og aðstöðu. Skólanefnt getur ekki fallist á að með þessu móti sé hægt að "tryggja" viðbótarpláss aftur að hausti en telur eðlilegt að slíkar breytingar séu háðar uppsögn og umsókn eins og venjulega gildir.


5. Starfsáætlanir  v/ athugana á skólaakstri, mötuneyti og samstarfi við Eignasjóð

í starfsáætlun setti skólanefnd sér að kanna og endurskoða fyrirkomulag þessara þátta.  Formaður gerði stuttlega grein fyrir mögulegu fyrirkomulagi og nokkrar umræður urðu um þau viðfangsefni sem tilefni eru til að kanna. ákveðið var að Hafdís og Aðalsteinn tækju að sér að kanna skólaakstur, Elsa og Valdimar mötuneytismál og Jóhann ólafur samstarf við Eignasjóð með tilstyrk strarfsmann skrifstofu sveitarinnar.


6. Framkvæmda- og starfsáætlun Krummakots

Anna Gunnbjörnsdóttir skýrði frá því að fyrirsjáanlega þyrfti að auka starfslið eða starfshlutfall um ca. 4 stundir m.a. vegna barna sem þurfa aukna þjónustu. Til þessarar aukningar þarf þó ekki að koma fyrr en í ágúst.


7. Vettvangsskoðun

Skólanefnd fór um húsnæði leikskólans og skoðaði aðstöðu.

 

 

Fleira gerðist ekki og var fundi slitið kl. 22:05
Fundargerð ritaði Valdimar Gunnarsson

Getum við bætt efni síðunnar?