Skólanefnd

134. fundur 11. desember 2006 kl. 21:59 - 21:59 Eldri-fundur

134. fundur skólanefndar Eyjafjarðarsveitar, settur í Hrafnagilsskóla, kl 20:15 þriðjudaginn 9. júní 2004.

Viðstaddir: Jóhann ó. Halldórsson, Elsa Sigmundsdóttir, Valdimar Gunnarsson, Hafdís Pétursdóttir, Tryggvi Heimisson, Anna Gunnbjörnsdóttir, Karl Frímannsson. Undir fyrsta lið voru einnig á fundinum Hólmgeir Karlsson, oddviti og ívar Ragnarsson, formaður sundlaugarnefndar sem kynntu áform um gerð nýrra sundlaugar á Hrafnagili.

 

Dagskrá

1. Kynning á skýrslu um byggingu sundlaugar við Hrafnagilsskóla
Hólmgeir Karlsson, oddviti og ívar Ragnarsson, formaður bygginganefndar sundlaugarnefndar, kynna fyrirhugaða framkvæmd
2. Endurskoðun fjárhagsáætlana Krummakots og Hrafnagilsskóla fyrir árið 2004
3. Erindi Lýðheilsustofnunar um verkefni um bætt mataræði og aukna hreyfingu barna og unglinga
4. Erindi menntamálaráðuneytisins dags. 13 maí 2004 um auglýsingar í grunnskólum
5. Erindi félagsmálaráðuneytisins um gerð jafnréttisáætlunar í stofnunum með fleiri en 25 starfsmönnum
 


Formaður skólanefndar, Jóhann ólafur Halldórsson, setti fund og gekk til dagskrár.

 

1. Kynning á skýrslu um byggingu sundlaugar við Hrafnagilsskóla
ívar kynnti skýrslu sundlaugarnefndarinnar, einkum niðurstöður og tillögur auk þess sem hann drap nokkuð á undirbúningsvinnu. Fram kom að lagt er til að gerð verði 25 m x 12 m keppnishæf laug og kostnaðaráætlun gerir ráð fyrir 72,4 millj kostnaði við uppbyggingu en rekstrarkostnaði (vatnskostnaði) tæpar 2 millj. á ári.
Nokkrar spurningar komu fram, m.a. um breytingar á húsnæði, forsendur fyrir keppnislaug o.fl.  ívar leysti úr spurningunum og urðu umræður um eitt og annað sem snertir hugmyndirnar. ívar benti líka á að miðað væri við fullt verð fyrir heitt vatn enda væru full not fyrir það frívatn sem sveitin ætti.
Hólmgeir tók við og sagði frá því að ákveðið hefði verið að gera sundlaug og á 3ja ára áætlun væri gert ráð fyrir þeirri sundlaug sem gerð er tillaga um í skýrslunni. Gert er ráð fyrir að allar verklegar framkvæmdir verði á einu ári. Hönnunarvinna ætti þá að hefjast fljótt að loknum sumarleyfum.
Skólanefnd lýsti ánægju sinni með það starf sem unnið hefur verið og horfir með ánægju til framhaldsins.
ívar hvarf af fundi við svo búið.

 

2. Endurskoðun fjárhagsáætlana Krummakots og Hrafnagilsskóla fyrir árið 2004

Fyrir lá bréf frá leikskólastjóra þar sem grein var gerð fyrir breytingum á rekstri skólans sem krefjast aukningar starfsliðs sem nemur 1,1 stöðugildi frá 1. ágúst nk. Kostnaður af því mun nema h.u.b. 950 þús.
Fyrirsjáanlegt er að frá okt. til áramóta kynnu einhver börn (18 mánaða) að lenda á biðlista. Auk þess er gert ráð fyrir að skipta í þrjár deildir í stað tveggja. Var talsvert rætt um möguleika á því að nýta húsnæði á annan veg ellegar að bæta við, t.d. lausri kennslustofu.
ákveðið var að leita eftir því hvort einhvers staðar kynni að vera möguleiki að finna lausa kennslustofu og hvað hún kynni að kosta.
Karl lagði fram greinargerð vegna uppgjörs fjárhagsársins 2003. þar kom fram að rekstrarkostnaður varð hærri en ráð var fyrir gert sem nam kr. 125.214,-
Launakostnaður fór fram úr áætlun en sumir aðrir liðir urðu undir áætlun þannig að heildarniðurstaðan varð sem áður sagði.
Um endurskoðun fjárhagsáætlunar 2004 kom síðan fram að áætlunin stenst að flestu leyti, sem og áætlun um sparnað. Hins vegar er fjárþörf aukin (vegna vanáætlunar) sem nemur kr. 1.853.673,- og einnig eykst kennsluþörf sem nemur kr. 1.374.000,-. Skólastjóri óskaði eftir því að komið yrði til móts við þessa tvíþættu aukningu. sem nemur samtals kr. 3.227.673,-
Skólanefnd gerði ráð fyrir 2.524 þús til "annarra verkefna" og ætlar að af því megi taka 2.3 millj. en þá standa út af  kr. 1.877.673,-. það eru tilmæli skólanefndar til sveitarstjórnar að rammafjárveiting til skólanefndar verði aukin sem þessum mun nemur.
Nokkrar umræður urðu um húsvörslu þótt það væri ekki beinlínis á þeirri dagskrá sem fyrir lá.
Að loknum þessum lið hvarf Hólmgeir Karlsson af fundi.

 

3. Erindi Lýðheilsustofnunar um verkefni um bætt mataræði og aukna hreyfingu barna og unglinga
Fyrir lá erindi sem sveitarstjórn vísaði til skólanefndar og íþrótta- og tómstundanefndar, auk þess tölvupóstur með frekari upplýsingum.
í ljósi þess hvernig staðið er að málum er varða lýðheilsu nemenda í skólunum á Hrafnagili þykir ekki ástæða til að leggja fjármuni í verkefni af því tagi sem rætt er um í erindinu.
Skólastjóra gunnskólans er falið að senda bréf til Lýðheilsustofnunar þar sem þessi afstaða er kynnt en stofnuninni jafnframt boðið að kynna sér það starf sem hér er unnið.


4. Erindi menntamálaráðuneytisins dags. 13 maí 2004 um auglýsingar í grunnskólum
Skólanefnd sér ekki ástæðu til að bregðast sérstaklega við erindinu.


5. Erindi félagsmálaráðuneytisins um gerð jafnréttisáætlunar í stofnunum með fleiri en 25 starfsmönnum
þar sem ekki hefur verið gengið frá jafnréttisáætlun fyrir grunnskólann beinir skólanefnd því til skólastjóra að gangast fyrir gerð slíkrar áætlunar.
Jafnframt er honum falið að svara erindinu og gera grein fyrir stöðu mála.


Fleira gerðist ekki og var fundi slitið kl 22:15

Valdimar Gunnarsson ritaði fundargerð

Getum við bætt efni síðunnar?