Skólanefnd

136. fundur 11. desember 2006 kl. 21:55 - 21:55 Eldri-fundur

136. fundur skólanefndar Eyjafjarðarsveitar, settur í Hrafnagilsskóla, kl. 20:15 mánudaginn 8. nóv. 2004.

Viðstaddir: Jóhann ó. Halldórsson, Elsa Sigmundsdóttir, Valdimar Gunnarsson,  Tryggvi Heimisson, Anna Gunnbjörnsdóttir, Karl Frímannsson. Auk þess voru á fundinum Bjarni Kristjánsson sveitarstjóri og Stefán árnason skrifstofustjóri.


Dagskrá:

1. Umræða um fjárhagsáætlun vegna ársins 2005

1.1. Umræðupunktar vegna Hrafnagilsskóla: 
1.1.1. Mötuneytismál
1.1.2. útboð á skólaakstri
1.1.3. óskir sem eru á fylgiskjali með starfsáætlun halda áfram 
1.1.4. Umræður um deildarstjórna eða aukið vægi stigstjóra 
1.1.5. Fækkun um rúmlega eina kennarastöðu haustið 2005 vegna fatlaðra nemenda sem útskrifast úr 10. bekk 
1.1.6. ósk um að misræmi á raunleigu og markaðsleigu dragist ekki frá ráðstöfunarfé skólans

2. Umræðupunktar vegna Leikskólans Krummakots (sjá meðfylgjandi skjal leikskólastjóra)

3. óskir til eignasjóðs vegna Leikskólans Krummakots (sjá meðfylgjandi skjal frá leikskólastjóra)



1. Sveitarstjóri lagði fram yfirlit um fjárhagsstöðu fræðslumála pr. 1.11. 2004 og fór síðan nokkrum orðum um þá óvissu sem ríkir í fjármálum málaflokksins, ekki síst m.t.t. þess að fyrr í dag höfnuðu samtök kennara miðlunartillögu sáttasemjara og er því ekki séð fyrir endann á þeirri vinnudeilu sem staðið hefur undanfarnar vikur. Einkum er óvíst hversu fer með jöfnunarsjóð. Stefán tíundaði hversu margt væri óljóst, t.d. eru samningar annarra starfsmanna lausir um áramót.
Síðan fór hann yfir það yfirlit sem fyrir lá og skýrði einstaka liði eftir þörfum.
Leikskólinn Krummakot virðist standa prýðilega skv. áætlun.
Dagvist í heimahúsum er komin 74% yfir áætlun en mjög er til álita hvort hún eigi ekki að vera bundinn liður þar sem hún virðist engan veginn vera á valdsviði skólanefndar.
Hrafnagilsskóli er nokkuð á svipuðu róli og Krummakot, og í heild eru fræðslumál - án bundinna liða - nú í 81% af áætlun.
Sveitarstjóri minnti á að um áramótin rennur út þjónustusamningur við Akureyrarbæ um skólaþjónustu. Skólanefnd þarf að taka afstöðu til þess hvort rétt sé að endurnýja þann samning en þar má vænta nokkurrar hækkunar.  Nokkuð var rætt um þá möguleika sem eru í stöðunni.


a. Mötuneytismál
Upp hefur komið sú spurning hvort samningar við mötuneyti eigi að vera bundinn liður, e.t.v. má hugsa sér að verksamningurinn sé í raun bundinn liður en þeir þættir sem skólinn kaupir beinlínis, s.s. morgunhressing og fæði til skólavistunar væru á vegum skólanefndar. Allir fundarmenn eru sammála um að gera slíka breytingu við næstu áramót.

b. Skólaakstur
Fram hafa komið reikningar vegna skólaaksturs í verkfalli þar sem rukkað var fyrir 70% af umsömdu gjaldi. í dag, 8. nóv. var fundur með bifreiðastjórum og þar voru kynnt málsatriði.
Skólanefnd leggur til að greidd verði 70% venjulegs kostnaðar þá daga sem akstur fellur niður miðað við skóladagatal.
Nokkuð var rætt um hvernig skyldi haga útboði á skólaakstri, hvort ætti að óska eftir einum aðila eða gefa kost á því að semja við nokkra einstaklinga líkt og verið hefur.

c. Frekari óskir sbr. fskj. með starfsáætlun
Rifjuð voru upp nokkur atriði sem komu til umræðu með síðustu starfsáætlun og ákveðið að skoða þau nánar.

d. Um deildar- og stigstjóra
Nefndin telur ótímabært að ræða þetta mál fyrr en línur hafa skýrst í samningamálum
Fækkun vegna fatlaðra nemenda
Spurningin er sú hvort svo mikil frávik (t.d. ein kennarastaða) rúmist innan rammans eða hvort rétt væri að taka slíkar fjárveitingar út fyrir ramma og líta á það sem hluta bundinna liða. Nefndin hallast að síðarnefnda kostinum.

e. Samræmi markaðsleigu og raunleigu (íbúða í heimavistum)
Enn eimir eftir af þeim gamla sið að greiða niður húsnæði fyrir kennara en smátt og smátt hefur verið dregið úr þeim að því leyti er tekur til íbúðanna í heimavistarhúsinu.


Sveitarstjóri og skrifstofustjóri viku nú af fundi.

2. Vegna Leikskólans Krummakots (sbr. meðfylgjandi fskj.)

a. Umfang vinnu talmeinafræðings verður væntanlega minna eftirleiðis en óskað er eftir einhverri vinnu framvegis. Skólanefnd telur þetta starf mjög æskilegt.

b. Skólanefnd telur eðlilegt að starf leikskólastjóra verði 100%
Að öðru leyti verða þau atriði sem um er rætt á fylgiskjalinu tekin til umræðu við gerð fjárhagsáætlunar.

3. Verkefnalisti fyrir lóð og húsnæði og fyrir lagfæringar innanhúss
Lagður fram til kynningar en um er að ræða óskir til Eignasjóðs fyrir gerð fjárhagsáætlunar.
þess skal getið að stækkun á Hreiðurkoti er lokið og má því falla burt.



Fleira gerðist ekki og var fundi slitið kl. 22:15

Valdimar Gunnarsson ritaði fundargerð.

Getum við bætt efni síðunnar?