Skólanefnd

246. fundur 20. maí 2019 kl. 08:35 - 08:35 Eldri-fundur

246. fundur skólanefndar Eyjafjarðarsveitar
haldinn í fundarstofu 2, Skólatröð 9, 14. maí 2019 og hófst hann kl. 12:00.

Fundinn sátu:
Anna Guðmundsdóttir, Baldur Helgi Benjamínsson, Hafdís Inga Haraldsdóttir, Eiður Jónsson, Sunna Axelsdóttir, Hrund Hlöðversdóttir, Bjarkey Sigurðardóttir, Þorbjörg Helga Konráðsdóttir, Valur Ásmundsson, Inga Bára Ragnarsdóttir og Dagmar Þóra Sævarsdóttir.
Fundargerð ritaði: Baldur Benjamínsson .

Dagskrá:

1. Leikskólinn Krummakot - Skóladagatal 2019-2020 - 1903004

Anna Guðmundsdóttir, formaður fór yfir skóladagatal leikskólans Krummakots fyrir skólaárið 2019-2020 og bókun foreldraráðs vegna þess. Skólanefnd samþykkir skóladagatalið eins og það liggur fyrir.

2. Valur og Dagný - Vetrarfrísdagar í leikskólanum Krummakoti - 1903027

Tekið fyrir erindi frá Val og Dagnýju í Hólshúsum varðandi vetrarfrí í leikskólanum Krummakoti milli jóla og nýjárs 2019. Formaður lagði fram tillögu að svari við erindinu og samþykkir nefndin tillöguna.

3. Símanotkun í grunnskóla - 1904014

Formaður lagði fram erindi frá stjórn foreldrafélags Hrafnagilsskóla þar sem lagt er til að Hrafnagilsskóli verði gerður að símalausum skóla og reglur um notkun spjaldtölva verði skýrar og notkun þeirra takmörkuð við kennslustundir. Hrund Hlöðversdóttir skólastjóri fór yfir reglur skólans um snjalltækjanotkun. Skólanefnd samþykkir ekki að Hrafnagilsskóli verði gerður að símalausum skóla en telur mikilvægt að í gildi séu skýrar reglur um snjalltækjanotkun sem séu í sífelldri endurskoðun.
Valur Ásmundsson áheyrnarfulltrúi stjórnar foreldrafélags Hrafnagilsskóla leggur fram svofellda bókun: Hann ítrekar vilja foreldrafélagsins að skólinn verði símalaus og leggur til að skólanefnd geri úttekt á því hvernig til hafi tekist við snjalltækjavæðingu grunnskólans, sér í lagi varðandi reglur um notkun tækjanna. Í því samhengi verði litið til reynslu annarra skóla varðandi slíka innleiðingu.
Formaður lagði fram tillögu að svari við erindinu og samþykkir skólanefnd hana.

4. Skólapúlsinn - niðurstöður á könnun meðal foreldra og starfsfólks - 1905001

Hrund Hlöðversdóttir skólastjóri Hrafnagilsskóla kynnti helstu atriði í niðurstöðum á Skólapúlsinum.

5. Foreldrafélag Hrafnagilsskóla - Starfsemi frístundaheimilis Hrafnagilsskóla - 1902016

Formaður kynnti minnisblað Hrafnagilsskóla um starfsemi frístundaheimilis skólans og viðbrögð við erindi foreldrafélags skólans.

6. Minnisblað vegna framkvæmda við skólahúsnæði - 1811015

Formaður lagði fram til kynningar minnisblað um stöðu framkvæmda við skólahúsnæði grunn-, leik- og tónlistarskóla.

7. Leikskólinn Krummakot - Ósk um að ráða 50% verkefnastjóra fyrir agastefnu jákvæðs aga - 1905004

Lagt fram erindi frá leikskólanum Krummakoti þar sem óskað er eftir að ráða verkefnastjóra fyrir agastefnu skólans. Nefndin samþykkir að fresta erindinu að sinni til frekari skoðunar. Skólanefnd beinir því til leikskólastjóra að útfæra erindið nánar í samráði við sveitarstjóra.

8. Skólaakstur - kynning á breytingum - 1905002

Formaður greindi frá því að SBA hefur tekið við skólaakstri við Hrafnagilsskóla út þetta skólaár.

9. Skólamötuneyti - 1905003

Formaður greindi frá því að rekstur á mötuneyti Hrafnagilsskóla hefur verið boðinn út.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 14:00

Getum við bætt efni síðunnar?