Skólanefnd

138. fundur 11. desember 2006 kl. 21:55 - 21:55 Eldri-fundur

138. fundur skólanefndar Eyjafjarðarsveitar settur á Restaurant Karolína á Akureyri fimmtudaginn 16. desember 2004.

Fundarmenn: Jóhann ólafur Halldórsson, Hafdís Hönn Pétursdóttir, Anna Gunnbjörnsdóttir, Elsa Sigmundsdóttir, Lilja Sverrisdóttir, Aðalsteinn Helgason, Karl Frímannsson og Tryggvi Heimisson.



Dagskrá fundarins:

1.  Afgreiðsla starfsáætlana
2.  Erindi Jófríðar Traustadóttur - frestað frá síðasta fundi
3.  Tvö bréf frá skólastjóra Hrafnagilsskóla lögð fram til kynningar


1.  Afgreiðsla starfsáætlana
Skólastjóri Hrafnagilsskóla lagði fram endanlega starfsáætlun skólans ásamt fjárhagsáætlun skólans og var hún samþykkt.
Anna Gunnbjörnsdóttir lagði fram endanlega starfsáætlun Krummakots ásamt fjárhagsáætlun.  Launaliður er óljós þó spátala hafi verið sett inn í fjárhagsáætlunina.  þetta kemur til af því að samningar eru lausir hjá öllu starfsfólki skólans.  áætlunin var samþykkt.  Að öðru leyti vísast í meðfylgjandi starfs- og fjárhagsáætlanir.  Skólanefnd vísar nú starfsáætlunum beggja skóla til sveitarstjórnar.


2.  Erindi Jófríðar Traustadóttur
Skólanefnd gerði eftirfarandi bókun:
"Vegna umsóknar frá Jófríði Traustadóttur, leikskólakennara, um launað námsleyfi bendir skólanefnd á að ákvæði 10.4.1 í kjarasamningi Félags leikskólakennara og launanefndar sveitarfélaga er einungis heimildarákvæði.
þar sem af umsókninni verður ekki séð að um sé að ræða nám sem bætir úr brýnni þörf skólans fyrir afmarkaða sérmenntun og hér er ennfremur um verulegan kostnað að ræða getur skólanefnd ekki mælt með að orðið sé við umsókninni.
Hins vegar vill nefndi mæla með því að umsækjanda verði veitt launalaust leyfi ef þess er óskað og þá jafnframt að umsækjandi haldi stöðu sinni meðan leyfið varir."

3. Bréf frá skólastjóra Hrafnagilsskóla lögð fram til kynningar
Skólastjóri Hrafnagilsskóla lagði fram til kynningar bréf til menntamálaráðuneytis þar sem fram koma upplýsingar frá Hrafnagilsskóla um skólahald skólaárið 2004-2005.  Bréf þetta er sent eftir beiðni menntamálaráðuneytis í kjölfarið á verkfalli kennara.
Einnig lagði Karl Frímannsson fram til kynningar bréf til formanns skólanefndar og sveitarstjóra þar sem fram koma niðurstöður fundar sem skólastjóri og sveitarstjóri héldu með fulltrúum frá Fjölskyldurdeild Akureyrarbæjar varðandi áframhaldandi þjónustusamning við Akureyrarbæ.  Að öðru leyti vísast í meðfylgjandi bréf.
Skólanefnd óskar eftir því að fá að sjá drög að þjónustusamningi þessum áður en gengið verður endanlega frá samningi.



Fleira ekki rætt og fundi slitið kl 21:00.
Fundargerð ritaði Hafdís Hrönn Pétursdóttir.

Getum við bætt efni síðunnar?