Skólanefnd

247. fundur 13. júní 2019 kl. 13:04 - 13:04 Eldri-fundur

247. fundur skólanefndar Eyjafjarðarsveitar
haldinn í fundarstofu 1, Skólatröð 9, 13. júní 2019 og hófst hann kl. 12:00.

Fundinn sátu:
Anna Guðmundsdóttir, Hafdís Inga Haraldsdóttir, Eiður Jónsson, Sunna Axelsdóttir, Guðmundur Ingi Geirsson, Hrund Hlöðversdóttir, Erna Káradóttir, Hans Rúnar Snorrason, Þorbjörg Helga Konráðsdóttir og Finnur Yngvi Kristinsson.
Fundargerð ritaði: Sunna Axelsdóttir nefndarmaður.

Dagskrá:

1. Mat á nútímavæðingu Hrafnagilsskóla - 1906017
Hrund Hlöðversdóttir skólastjóri Hrafnagilsskóla kynnir samantekt og mat á nútímavæðingu Hrafnagilsskóla. Skjal lagt fram til kynningar. Einnig kynntir styrkir til Hrafnagilsskóla frá samtökunum Forritarar framtíðar og frá Endurmenntunarsjóði.

2. Hrafnagilsskóli - Staðan haustið 2019 - 1906018
Hrund kynnir stöðu nemendafjölda haustið 2019 auk tveggja nýráðninga kennara. Vænst er fjölgun nemenda í Hrafnagilsskóla.

3. Leikskólinn Krummakot - Staðan haustið 2019 - 1906019
Erna leikskólastjóri kynnir stöðu barnafjölda og ráðninga á leikskólanum Krummakoti. Útlit er fyrir fækkun nemenda í haust.

4. Minnisblað vegna framkvæmda við skólahúsnæði - 1811015
Finnur Yngvi sveitarstjóri kynnir stöðu mála varðandi framkvæmdir við skólahúsnæði, m.a. það sem hefur farið fram á arkitektastofunni AVH sem sér um málið og hver eru næstu skref. Búist er við tillögum fyrir næsta fundatímabil í ágúst 2019.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 12:48

Getum við bætt efni síðunnar?