Skólanefnd

139. fundur 11. desember 2006 kl. 21:56 - 21:56 Eldri-fundur

139. fundur skólanefndar Eyjafjarðarsveitar, settur í Hrafnagilsskóla, kl. 20:15 fimmtudaginn 10. feb. 2005.

Viðstaddir: Jóhann ó. Halldórsson, Hafdís Pétursdóttir, Elsa Sigmundsdóttir, Valdimar Gunnarsson,  Tryggvi Heimisson, Anna Gunnbjörnsdóttir, Aðalsteinn Hallgrímsson og Karl Frímannsson.Dagskrá skólanefndarfundar:


1. ársskýrsla skólanefndar
Formaður gerði grein fyrir vinnulagi við gerð skýrslunnar. Fyrirhugaður er fundur 26. feb. nk. til að fjalla um fyrstu drög skýrslu.


2. Erindi frá önnu Gunnbjörnsdóttur, þar sem hún óskar eftir stefnumótun í endurmenntunarmálum starfsmanna. Rætt var um nauðsyn þess að móta slíka stefnu og var samþykkt eftirfarandi ályktun:


Sumir starfsmenn sveitarinnar eiga, skv. kjarasamningi, aðgang að sérstökum sjóðum til að sækja um styrki til endurmenntunar sinnar.
Aðrir starfsmenn hafa ekki slík ákvæði í sínum kjarasamningum og telur skólanefnd Eyjafjarðarsveitar ástæðu til að bregðast við þessari mismunun.
þess vegna leggur skólanefnd til við sveitarstjórn að hún leggi drög að sérstökum símenntunarsjóði fyrir þá starfsmenn sveitarfélagsins sem ekki eiga aðgang að slíkum sjóði á vegum stéttarfélags síns.


3. Bréf Jófríðar Traustadóttur, leikskólakennara, sem sveitarstjórn vísaði að hluta til skólanefndar til andsvara.
Skólanefnd samþykkti eftirfarandi ályktun til svars:

á fundi sínum 2. feb. sl. vísaði sveitarstjórn til skólanefndar erindi frá Jófríði Traustadóttur þar sem hún lagði m.a. fram ýmsar spurningar vegna afgreiðslu skólanefndar á erindi hennar sem fjallað var um á fundum 29. nóv. og 16. des. sl.


Spurningarnar eru skáletraðar hér á eftir og fylgir svar hverri:


1. Hver er stefna sveitarfélagsins almennt um endurmenntun hjá starfsmönnum sem eru með svona mikla starfsreynslu?


Svar:
Ekki liggur fyrir - svo skólanefnd sé kunnugt - sérstök stefna sveitarfélagsins um endurmenntun starfsmanna, enda er endurmenntun oftar en ekki mál sem fjallað er um í kjarasamningum.


2. Hvernig hefur skólanefnd kynnt sér þarfir leikskólans og hver leggur endanlegt mat á að ekki sé brýn þörf á slíkri endurmenntun?


Svar:
í hverri starfsáætlun leikskólans er fjallað um endurmenntun starfsfólks. þegar starfsáætlun er lögð fyrir skólanefnd er hún rædd og þ.á m. endur- og símenntun.
Skólanefnd ber ábyrgð á öllum þáttum rekstrar leikskólans og metur meðal annars þarfir af ýmsu tagi og fjárhagslegt svigrúm til að mæta þeim.


3. Hver er stefna skólanefndar um endurmenntun innan leikskólans Krummakots og hefur verið gerð áætlun um slíkt?


Svar:
Skólanefnd ætlar yfirmönnum stofnana að hafa forgöngu um að gera með starfsmönnum sínum virka áætlun um endur- og símenntun og leggja fyrir skólanefnd til umræðu og afgreiðslu.
Leikskólastjóri hefur jafnan í ársskýrslu lagt fram greinargerð um endur- og símenntun og auk þess lagt fram sérstaka áætlun fyrir starfstímann okt. 2004 - sept. 2005.


Af þessu tilefni vill skólanefnd taka fram að sú umsókn sem hér um ræðir var um 9 mánaða launað leyfi til að stunda tiltekið nám "... eða það sambærilegt sem í boði verður nk. vetur."
Umsóknin hlaut að verða afgreidd eins og hún kom fram.

4. Erindi 5. bekkjar Hrafnagilsskóla um reykingar í íþróttahúsinu á þorrablóti
Skólanefnd tekur undir aðfinnslur nemendanna og bendir á að reykingar eru ekki leyfðar í skólahúsum.


5. Erindi frá KHí um leyfi til að leggja spurningakönnun fyrir starfsmenn leik- og grunnskóla
Skólanefnd fellst á erindið.


6. Skólaakstur - áætlun um verklag
Rætt var um undirbúning samninga vegna skólaaksturs. Heppilegt talið að hlutur skólanefndar liggi fyrir um miðjan apríl svo hægt sé að ganga frá samningum í maí. Nefndin samþykkir að fela Aðalsteini og Hafdísi ásamt Karli skólastjóra að gera tillögur um verklag og forsendur samninga. Stefnt er að því að tillögur berist fyrir páska.


7. Upplýsingar frá Hrafnagilsskóla um þróunaráætlun - símenntunaráætlun o.fl.
Skólastjóri gerði grein fyrir drögum að endurmenntunaráætlun skólans, drögum að dagatali og skólaþróunarstarfi innan skólans. Hann benti einnig á upplýsingar á heimasíðu skólans, m.a. um mat foreldra á ýmsum þáttum skólastarfsins. Karl gerði einnig grein fyrir því að hann hefði fengið launað hálfs árs leyfi frá ársbyrjun 2006.


8. Sumarlokun Krummakots
Anna leikskólastjóri lagði til að sumarlokun yrði frá 4. júlí til 1. ágúst að báðum dögum meðtöldum. Skólanefnd fellst á þessa tilhögun.Fleira gerðist ekki og var fundi slitið kl. 22:15

Valdimar Gunnarsson ritaði fundargerð.

Getum við bætt efni síðunnar?