Skólanefnd

140. fundur 11. desember 2006 kl. 21:57 - 21:57 Eldri-fundur

140. fundur skólanefndar Eyjafjarðarsveitar, settur í Hrafnagilsskóla, kl. 20:15 fimmtudaginn 24. feb. 2005

Viðstaddir: Jóhann ó. Halldórsson, Hafdís Pétursdóttir, Valdimar Gunnarsson, Tryggvi Heimisson, Anna Gunnbjörnsdóttir, Aðalsteinn Hallgrímsson og Karl Frímannsson.Dagskrá skólanefndarfundar:

1. ársskýrsla skólanefndar 2004
2. Staða biðlista á Krummakoti. Innritunar og skráningarreglur
3. Skipan vinnuhóps um framtíðaruppbyggingu leikskólaþjónustu


1. ársskýrsla skólanefndar 2004

Formaður, Jóhann ólafur, lagði fram ársskýrslu skólanefndar fyrir árið 2004 og skýrði hana í fáeinum orðum. Vegna starfsmats og verkfalls/kjarasamninga eru ekki öll kurl komin til grafar og verður að gera ráð fyrir að fjalla síðar um nokkur atriði tengd því.
Af sömu ástæðu er ekki auðvelt að gera sér grein fyrir þeim breytingum sem gera þarf á fjárhagsramma en það verður tekið til athugunar á sama hátt.
Karl gerði einnig grein fyrir því að fáein atriði væru ekki enn ljós að því leyti hvort þau tilheyrðu reikningshaldi skólans.
Skólanefnd samþykkti skýrsluna eins og hún liggur fyrir.


2. Staða biðlista á Krummakoti. Innritunar og skráningarreglur
Anna Gunnbjörns skýrði frá fyrirliggjandi biðlista en á honum er nú 21 barn sem er fætt árin 2000 - 2004 (þ.e. fædd í jan-feb 2004) og á því rétt á að sækja um vist í leikskólanum. Anna lagði fram - til viðmiðunar - skráningar- og innritunarreglur í leikskóla Akureyrarbæjar. Henni var falið að móta samsvarandi reglur fyrir Krummakot og leggja fyrir næsta skólanefndarfund.


3. Skipan vinnuhóps um framtíðaruppbyggingu leikskólaþjónustu
Formaður reifaði forsendur þessa máls - ekki síst í ljósi þeirra talna sem leikskólastjóri hafði lagt fram. Margt bendir til þess að aukin þörf verði fyrir leikskólarými á næstu árum.
Formaður lagði fram svofellda tillögu:

í ljósi þess að eftirspurn er stigvaxandi eftir leikskólaþjónustu og sýnt að um biðlista verður að ræða í leikskólanum Krummakoti að óbreyttu leggur skólanefnd til við sveitarstjórn að skipaður verði þriggja manna starfshópur sem hafi m.a. eftirfarandi hlutverk:
1. Að leggja mat á framtíðarþróun í eftirspurn eftir leikskólaþjónustu, m.v. við íbúaþróun sveitarfélagsins og áherslur sveitarfélagsins í skipulagsmálum.
2. Að meta þörf og gera tillögu um leiðir í frekari uppbyggingu leikskólaþjónustu, bæði hvað varðar staðsetningu hennar, húsnæðismál og aðra aðstöðu.


Fleira gerðist ekki - fundi var slitið kl. 21:18
Valdimar Gunnarsson ritaði fundargerð


Skólanefnd Eyjafjarðarsveitar
ársskýrsla 2004

1. Nefndarskipan
í skólanefnd Eyjafjarðarsveitar áttu sæti á árinu 2004:
Aðalmenn: Jóhann ólafur Halldórsson, formaður, Valdimar Gunnarsson, Elsa Sigmundsdóttir, Aðalsteinn Hallgrímsson og Hafdís Pétursdóttir.
Varamenn: Lilja Sverrisdóttir, Arna Rún óskarsdóttir, Gunnar Valur Eyþórsson, Hörður Snorrason, Eygló Daníelsdóttir.
Engar breytingar urðu á skipan nefndarinnar á árinu.


2. Fjöldi funda
Skólanefnd kom saman til sjö funda á árinu 2004. Fimm fundir voru haldnir í Hrafnagilsskóla, einn á Akureyri og einn í Leikskólanum Krummakoti. Nefndin fór á þeim fundi í vettvangsskoðun á Krummakoti.


3. Erindi til nefndarinnar
Eftirfarandi er yfirlit erinda sem bárust nefndinni:


Frá Lýðheilsustofnun
Boð um þátttöku í verkefni um bætt mataræði og aukna hreyfingu barna og unglinga.
- í ljósi þess hvernig staðið er að þessum málum í skólunum á Hrafnagili þótti ekki ástæða til þátttöku í verkefninu.


Frá menntamálaráðuneytinu:
Erindi um auglýsingar í grunnskólum.
- Skólanefnd taldi ekki ástæðu til að bregðast sérstaklega við erindinu.

Erindi um skipulags skólaársins 2004-2005 í kjölfar langvarandi kennaraverkfalls.
- Skólastjóra falið að svara erindi ráðuneytisins og upplýsa um fyrirætlanir um viðbótarkennsludaga.


Frá félagsmálaráðuneytinu:

Erindi um gerð jafnréttisáætlunar í stofnunum með fleiri en 25 starfsmenn.
- í ljósi erindisins var skólastjóra falið að gagnast fyrir gerð slíkrar áætlunar í Hrafnagilsskóla.


Frá Umferðarstofu:
Svar við erindi skólanefndar varðandi bílbeltanotkun í skólabifreiðum.
- Skólanefnd óskað í lok ársins 2003 eftir svörum Umferðarstofu um túlkun á ábyrgð skólabílstjóra varðandi bílbeltanotkun. Skólanefnd telur að með samstarfi bílstjóra, Hrafnagilsskóla og foreldra, sem tíðkast hefur, sé fylgt þeim reglum sem ætlast er til.

Frá Jófríði Traustadóttur:
ósk um launað námsleyfi í 9 mánuði.
- Skólanefnd hafnaði erindinu en bauð umsækjanda launalaust leyfi í 9 mánuði.


4. önnur umfjöllunarefni skólanefndar


Fjárhagsmál - starfsáætlanir

Stærstu umfjöllunarefni skólanefndar sneru að fjármálum, rekstri í málaflokknum og framkvæmd starfsáætlana en árið 2004 var hið fyrsta þar sem unnið var samkvæmt svokölluðum rammafjárveitingum. Með reglubundnum hætti upplýstu skólastjórar nefndina um stöðu fjárhagsmála miðað við áætlanir og í júní skilaði nefndin sveitarstjórn ósk um endurmat á fjárhagsramma vegna fyrirsjáanlegrar aukningar í kennslu.


þjónustusamningur við Akureyrarbæ
í lok árs var nokkuð fjallað um þjónustusamninga við Fjölskyldudeild Akureyrarbæjar, bæði vegna leikskólans og grunnskólans. Samningarnir runnu út í árslok Skólastjórar gerðu nefndinni grein fyrir reynslu og sjónarmiðum varðandi endurnýjun samninga. Skólastjóri Hrafnagilsskóla og sveitarstjóri áttu fund með Fjölskyldudeild Akureyrarbæjar fyrir árslok og var upplýst á síðasta fundi nefndarinnar á árinu að horfur væru á endurnýjun samninga fyrir báðar stofnanirnar.


Bygging sundlaugar við Hrafnagilsskóla
ívar Ragnarsson, formaður sundlaugarnefndar og Hólmgeir Karlsson, oddviti, kynntu skólanefnd á fundi í júní áform um byggingu sundlaugar við Hrafnagilsskóla. Skólanefnd setti fram óskir um að í undirbúningsnefnd byggingarinnar ætti sæti fulltrúi frá Hrafnagilsskóla og tók Karl Frímannsson, skólastjóri, sæti í nefndinni síðar á árinu.


Grunnskólaþing Sambands ísl. sveitarfélaga
í marsmánuði fór fram fyrsta grunnskólaþing Sambands ísl. sveitarfélaga. þingið sátu Karl Frímannsson, skólastjóri Hrafnagilsskóla og Jóhann ó. Halldórsson, formaður skólanefndar.


önnur mál
önnur mál nefndarinnar sneru að hefðbundnum umfjöllunarefnum varðandi starfsemi skólastofnananna, svo sem kveðið er á um í erindisbréfi skólanefndar. þar má nefna ákvörðun um sumarlokun leikskóla, samþykkt skóladagatals grunnskóla, starfsmannamál stofnananna, skólaakstur, mötuneytismál og fleira.


5. Starfsáætlanir
Meðfylgjandi ársskýrslu þessari eru þrjár starfsáætlanir, þ.e. Hrafnagilsskóla, Krummakots og málaflokksins í heild.


Krummakot - mat
Starfsáætlun stóðst í öllum meginatriðum vel. Unnt var að verða við óskum þeirra sem óskuðu eftir vistun barna á leikskólanum. Helsta frávik frá markmiðum í starfsáætlun snýr að starfmannamálum en þroskaþjálfi hætti störfum í ágúst og var þá ráðinn ófaglærður starfsmaður þar sem ekki var val um annað. þar með varð hlutfall ófaglærða hærra en faglærðra.
Sú meginbreyting var gerð á innri starfsemi leikskólans á árinu 2004 að honum var skipt í þrjár deildir en var tvær áður.


Hrafnagilsskóli - mat
þetta fyrsta ár í nýju rekstrarkerfi skólanna (fjárhagsramma) verður vart talið viðmiðunarhæft þar sem mjög langt kennaraverkfall á haustmánuðum riðlaði starfi Hrafnagilsskóla verulega. Mat var lagt á flesta þætti sbr. meðfylgjandi starfsáætlun 2004. Helst ber að nefna:
* Viðmiðunarstundaskrá var uppfyllt.
* Komið var til móts við áætlaða þörf á sérkennslu.
* öll fög aðalnámskrár voru kennd nema leikræn tjáning.
* Orðið var við nær öllum óskum um skólavistun. Einungis þurfti að neita foreldrum um vistun í þrjá daga í september.
* Rekstur var innan fjárhagsramma.
* Starfsáætlunum var fylgt að mestu en markmið um menntun starfsfólks er háð aðstæðum í nokkrum tilvikum.
* Stafsmannastefna og endurmenntunaráætlun gekk eftir.


6. Fjármál
Meðfylgjandi skýrslu þessari er starfsáætlun málaflokksins fyrir árið 2004, samþykkt á fundi skólanefndar 4. desember 2003. Til málaflokksins voru áætlaðar 217.227.000 kr. Að teknu tilliti til bundinna liða í áætluninni og veikindaforfallaliða í rekstri skólastofnananna tveggja, þ.e. Hrafnagilsskóla og Krummakots, var áætlað að til óbundinna liða færu 196.514.000 kr. Samkvæmt bráðabirgðaniðurstöðu ársins (23. febrúar 2005) er kostnaður vegna óbundinna liða 195.437.000 kr. þá hefur ekki verið tekið tillit til eftirfarandi atriða:
1. Hækkun fjárhagsramma Hrafnagilsskóla vegna aukinnar sérkennslu. (sbr. fundargerð skólanefndar 9. júní 2004)
2. Uppgjör vegna verkfalls grunnskólakennara
3. Leiðréttingar vegna starfsmats ófaglærðs starfsfólks

Umfjöllun og ákvörðun um meðferð þessara þátta verður lokið jafnhliða heildaruppgjöri til ársreiknings sveitarfélagsins.


Bundnir liðir - almennt
Samþykkt var af sveitarstjórn hækkun á fjárhagsramma Tónlistarskóla Eyjafjarðar á árinu um 1.123.000 kr.
Umtalsverð frávik urðu á liðnum "Dagvistun í heimahúsum" sem áætlaður hafði verið 550.000 kr. í áætlun ársins. Samkvæmt bráðabirgðauppgjöri varð kostnaður 1.463.000 kr. Skólanefnd lagði til við sveitarstjórn fyrir fjárhagsáætlunargerð 2005 að þessi liður yrði bundinn frá og með því ári.


Krummakot - rekstur
Samkvæmt bráðabirgðauppgjöri var rekstur leikskólans Krummakots nánast á áætlun (99,77%), þ.e. ef ekki er tekið tillit til kostnaðar við starfsmat ófaglærðs starfsfólks.


Hrafnagilsskóli - rekstur
Samkvæmt bráðabirgðauppgjöri varð rekstrarafgangur skólans 3.599.721 kr. eða 2% af heildaráætlun.

 

 

áætlun

Rauntölur

Mismunur

Tekjur

-9.101.000

-9.786.802

-685.802

Laun án forf.k.

98.996.000

100.343.490

1.347.490

Rekstrargjöld

73.745.000

71.688.783

-2.056.217

Bundnir liðir

4.021.000

1.815.808

-2.205.192

Samtals

167.661.000

164.061.279

-3.599.721


Varðandi skýringar á niðurstöðutölum er vísað til 5. liðar um fjármál, fyrstu efnisgreinar.


7. Framtíðarsýn

Kröfur til skólastofnana fara stöðugt vaxandi og taka sífelldum breytingum. Almennt má segja að örðugt sé að sjá þróun fyrir mörg ár fram í tímann en ljóst er að liðir eins og sérkennsla og stuðningur eru kostnaðarsamir geta komið upp í rekstri með mjög skömmum fyrirvara. Slíkt getur haft umtalsverð áhrif niðurstöðu rekstrar.

Skólastjórnendur hafa lagt mikla vinnu í vandaða áætlanagerð og hagkvæmni í rekstri. það er mat skólanefndar að með rammafjárveitingum hafi verið stigið rétt skref til aukinnar ábyrgðar á meðferð fjármuna og enn vandaðri vinnubragða. Ljóst er þó að svigrúm stofnananna til að mæta ófyrirséðum kostnaðarauka er lítið, nema með því að draga saman þjónustu á einhverjum sviðum, þ.e. að óbreyttum kostnaðarramma. Endurskoða þarf einnig fjárhagsramma vegna nýgerðra kjarasamninga, bæði vegna grunnskólakennara og leikskólakennara.

Hvað húsnæði snertir er ljóst að svigrúm til fjölgunar nemenda í Hrafnagilsskóla er lítið en aðbúnaður skólans er góður, enda áhersla verið lögð á uppbyggingu í húsnæði og búnaði á undanförnum árum. í starfsáætlun Hrafnagilsskóla er tiltekið hvað af stofnbúnaði skólans vantar og hverju er ólokið við endurbætur frá árinu 2001. Mikilvægt er að skólastjórnendur og skólanefnd fylgist grannt með íbúaþróun á hverjum tíma og upplýsi sveitarstjórn um fyrirséða þörf hvað húsnæði varðar.

Varðandi innra starf Hrafnagilsskóla þá miðar skólaþróun hér sem annars staðar að einstaklingsmiðuðu námi sem við viljum kalla nám við allra hæfi, aðalnámskrá verður endurskoðuð árið 2006 og stytting náms til stúdentsprófs er fyrirséð í einhverri mynd. Allt þetta gæti kallað á aukna þörf fyrir endurmenntun.

Stjórnendur Hrafnagilsskóla telja vert að hefja umræðu um hvort nýta eigi heimild til tilraunasamnings við grunnskólakennara skv. heimild í nýgerðum kjarasamningi LN og Kí.

Leikskólinn Krummakot hefur vaxið mjög á undanförnum árum og virðist þar ekki lát á. Tekist hefur að halda biðlista í lágmarki en þegar leið á árið 2004 benti margt til að aukin eftirspurn eftir leikskólaþjónustu kynni að leiða til þess að biðlisti yrði viðvarandi, að óbreyttu húsnæði og rekstri. Gera verður ráð fyrir að innan þriggja ára. þurfi að liggja fyrir ákvörðun innan sveitarfélagsins um næstu skref í uppbygginu leikskólaþjónustu.


Samþykkt á fundi skólanefndar Eyjafjarðarsveitar 24. febrúar 2004

Getum við bætt efni síðunnar?