Skólanefnd

141. fundur 11. desember 2006 kl. 21:57 - 21:57 Eldri-fundur

141. fundur skólanefndar Eyjafjarðarsveitar, settur í Hrafnagilsskóla, kl. 20:15 miðvikudaginn 6. apríl 2005

Viðstaddir: Jóhann ó. Halldórsson, Hafdís Pétursdóttir, Valdimar Gunnarsson,  Tryggvi Heimisson, Anna Gunnbjörnsdóttir, Aðalsteinn Hallgrímsson og Karl Frímannsson.


Dagskrá:

1. Skráningar og innritunarreglur Leikskólans Krummakots (sjá fylgiskjal)
2. Staða starfsmannamála í Krummakoti - auglýsingar e. leikskólakennurum
3. Skólaakstur Hrafnagilsskóla - fyrirkomulag nýrra samninga
4. Uppgjör Hrafnagilsskóla 2004 - bréf skólastjóra (sjá fylgiskjal)
5. Staðfesting skóladagatals Hrafnagilsskóla 2005 - 2006 (sjá fylgiskjal)
6. áætlun um kennslustundafjölda Hrafnagilsskóla
7. Námsleyfi skólastjóra Hrafnagilsskóla (sjá fylgiskjal)
8. þátttaka í heilsuverkefni Lýðheilsustöðvar (sjá fylgiskjal)
9. Staða starfsmannamála Hrafnagilsskóla f. komandi skólaár


Formaður setti fund og gekk til dagskrár.


1. Skráningar og innritunarreglur Leikskólans Krummakots
Fram voru lagðar "Skráningar- og innritunarreglur í leikskólann Krummakot". Eftir fáeinar lagfæringar á orðalagi voru reglurnar samþykktar.

2. Staða starfsmannamála í Krummakoti - auglýsingar e. leikskólakennurum
Anna Gunnbjörnsdóttir gerði grein fyrir stöðu mála en störf verða auglýst með störfum í grunnskólanum. Erfiðlega gengur að fá fólk til ræstingastarfa. Nauðsynlegt virðist að endurskoða fyrirkomulag og greiðslur fyrir ræstinguna. Samþykkt að formaður skólanefndar og skólastjóri leikskólans taki málið upp við skrifstofu sveitarstjórnar.

3. Skólaakstur Hrafnagilsskóla - fyrirkomulag nýrra samninga
Skólastjóri grunnskólans gerði grein fyrir ýmsum álitamálum sem komið hafa fram. M.a. hafa Ríkiskaup boðist til að annast útboðsgerð eða veita ráðgjöf.
Nauðsynlegt er að ákveða ýmsar forsendur áður en til útboðs kemur. Að öllu samanlögðu virðist undirbúningur útboðs taka verulegan tíma, auk þess sem reglur krefjast a.m.k. 6 vikna auglýsingatíma og skólanefnd telur þennan tíma of langan. Skólanefnd telur að óheppilegt verði að útkljá málið ekki fyrr en e.t.v. í júli og álítur heppilegra að freista þess að framlengja núverandi samninga til ársins svo betra svigrúm gefist til útboðs.
Var samþykkt að fela formanni skólanefndar, skólastjóra og skrifstofustjóra að kanna möguleika á frestun útboðs og fara nánar ofan í forsendur útboðs og verkferli. Að lokinni slíkri könnun verður málið lagt fyrir skólanefnd á nýjan leik  - ekki síðar en innan mánaðar.

4. Uppgjör Hrafnagilsskóla 2004 - bréf skólastjóra
Skólastjóri grunnskólans lagði fram bréf með ýmsum athugasemdum vegna rammaáætlunar og uppgjörs fjárhagsársins 2004. Skólastjóra var falið að fylgja athugasemdum eftir við skrifstofu og ræða heppilegar breytingar.

5. Staðfesting skóladagatals Hrafnagilsskóla 2005 - 2006
Fram var lagt skóladagatal Hrafnagilsskóla sem hefur hlotið samþykki kennarafundar og foreldraráð gerir ekki athugasemd fyrir sitt leyti.
Skólanefnd samþykkir skóladagatalið.

6. áætlun um kennslustundafjölda Hrafnagilsskóla
Skólastjóri gerði grein fyrir heildarfjölda kennslustunda skólaársins 2005-´06.
Heildarfjöldi nemur 652 stundum (kennsla og önnur störf) og lækkar um 45 stundir frá núverandi skólaári. þessi fækkun kennslustunda kemur væntanlega til endurskoðunar fjárhagsáætlunar í júní nk.

7. Námsleyfi skólastjóra Hrafnagilsskóla
Fram kom erindi skólastjóra um launalaust leyfi (vegna náms) frá 1. jan - 30. júní 2006. Skólanefnd fellst á erindið.

8. þátttaka í heilsuverkefni Lýðheilsustöðvar
Fyrir liggur erindi frá skólastjórum grunn- og leikskólans um að sveitarstjórn staðfesti þátttöku í verkefni Lýðheilsustofnunar um aukna hreyfingu barna og unglinga. þátttakan er bundin því skilyrði að ekki komi til fjárútláta eða sérstakrar vinnu vegna þessa.

9. Staða starfsmannamála Hrafnagilsskóla f. komandi skólaár
Einn kennari Hrafnagilsskóla hyggst hætta störfum - í hans starf þarf að ráða. Einnig þarf að ráða í hlutastarf sem leiðbeinandi hefur gegnt. Einnig verða auglýstar tvær stöður sem leiðbeinendur gegna nú.


Fleira gerðist ekki og var fundi slitið kl. 21:55Fundargerð ritaði Valdimar Gunnarsson

Getum við bætt efni síðunnar?