Skólanefnd

142. fundur 11. desember 2006 kl. 21:57 - 21:57 Eldri-fundur

142. fundur skólanefndar Eyjafjarðarsveitar, settur í Hrafnagilsskóla, kl. 17:00 miðvikudaginn 20. apríl 2005

Viðstaddir: Jóhann ó. Halldórsson, Hafdís Pétursdóttir, Valdimar Gunnarsson og  Aðalsteinn Hallgrímsson.
Auk þess sat Stefán árnason, skrifstofustjóri fundinn.


Dagskrá:


1. Samningar um skólaakstur fyrir skólaárið 2005-´06

Formaður og skrifstofustjóri sveitarskrifstofu gerðu grein fyrir athugunum á möguleikum á nýjum samningum um skólaaksturinn. Skv. nýjustu reglum þarf að bjóða verkið út á EES-markaði og fulltrúar Ríkiskaupa telja að samningslok skv. venjulegu ferli gætu orðið um 20. júlí nk. Ríkiskaup gerðu kostnaðaráætlun fyrir alla útboðsgerð og losar hún hálfa milljón.
Stefán rakti auk þess ýmsar athugasemdir sem fram komu frá Ríkiskaupum um það sem gæta þarf sérstaklega til að samningar verði óumdeilanlegir.

Fram kom tillaga að svofelldri bókun:

Skólanefnd Eyjafjarðarsveitar samþykkir að fresta útboði skólaaksturs þar sem sýnt er að útboðið þarf að auglýsa á evrópska efnahagssvæðinu með tilheyrandi auknum undirbúnings- og framkvæmdatíma. Miðað við auglýsingafresti og undirbúningstíma útboðs er ljóst að ekki yrði unnt að ljúka samningum fyrr en í fyrsta lagi 20. júlí nk. skv. verkáætlun sem aflað hefur verið frá Ríkiskaupum.
Skólanefnd telur mikilvægt að útboðið verði undirbúið sem best og leitað aðstoðar fagaðila við það verk. útboð skal auglýst ekki síðar en í febrúar 2006 og stefnt skal að því að samningum á grundvelli útboðs verði lokið í maí 2006.
í ljósi þessa verði leitað til núverandi verksala í skólaakstri sveitarfélagsins um framlengingu aksturssamninga um eitt skólaár.


Skólanefnd samþykkir þessa tillögu.Fleira gerðist ekki og var fundi slitið kl 17:35

Valdimar Gunnarsson ritaði fundargerð.

Getum við bætt efni síðunnar?