Skólanefnd

248. fundur 01. október 2019 kl. 12:00 - 13:50 Fundarstofu 1, Skólatröð 9
Nefndarmenn
 • Anna Guðmundsdóttir formaður
 • Baldur Helgi Benjamínsson aðalmaður
 • Eiður Jónsson aðalmaður
 • Katrín Ragnheiður Guðmundsdóttir varamaður
 • Kristín Kolbeinsdóttir varamaður
 • Hrund Hlöðversdóttir embættismaður
 • Erna Káradóttir embættismaður
 • Inga Vala Gísladóttir áheyrnarfulltrúi
 • Ingibjörg Ósk Pétursdóttir áheyrnarfulltrúi
 • Dagmar Þóra Sævarsdóttir áheyrnarfulltrúi
 • Þorbjörg Helga Konráðsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
 • Finnur Yngvi Kristinsson sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Anna Guðmundsdóttir Formaður

Dagskrá:

 

1.  Mennta- og menningarmálaráðuneytið - Eftirfylgni með úttekt á leikskólanum Krummakoti - 1612023

Ráðuneytið hefur veitt sveitarfélaginu frest til að hrinda umbótaáætlun leikskólans Krummakots í framkvæmd, vegna endurskipulagningar á starfsemi leikskólans. 

 

2.  Leikskólinn Krummakot - Starfsáætlun 2019-2020 - 1909027

Erna Káradóttir leikskólastjóri, fór yfir starfsáætlun leikskólans Krummakots 2019-2020. Foreldraráð hefur einnig samþykkt starfsáætlunina. 

 

3.  Skipulagsbreyting í leikskólanum Krummakoti - 1909031

Lagt fram til kynningar. 

 

4.  Skólnefnd - Upplýsingar í upphafi vetrar um mönnun og nemendafjölda í skólunum - 1909028

Hrund Hlöðversdóttir skólastjóri fór yfir upplýsingar um nemendafjölda og mönnun Hrafnagilsskóla í upphafi skólaársins 2019-2020. Allir kennarar við skólann eru faglærðir og lýsir skólanefnd ánægju með þá stöðu.

 

5.  Mennta- og menningarmálaráðuneytið - Eftirfylgni með úttekt á Hrafnagilsskóla - 1611034

Hrund Hlöðversdóttir skólastjóri fór yfir eftirfylgni með úttekt á Hrafnagilsskóla og umbótaáætlun skólans á yfirstandandi skólaári. Einnig farið yfir ýmsar niðurstöður úr sjálfsmatsskýrslu skólans og margvíslegar umbætur sem hrint hefur verið í framkvæmd eða eru fyrirhugaðar á næstunni. 

 

6.  Hrafnagilsskóli - Starfsáætlun 2019-2020 - 1909029

Hrund Hlöðversdóttir skólastjóri kynnti starfsáætlun Hrafnagilsskóla 2019-2020. 

 

7.  Skólanefnd - Fjárhagsstaða skólanna 31.08.19 - 1909030

Stefán Árnason skrifstofustjóri fór yfir fjárhagsstöðu leikskólans Krummakots og Hrafnagilsskóla við upphaf skólaársins. Rekstur er í góðu jafnvægi. 

 

8.  Húsnæðismál grunn- og leikskóla - 1901017

Anna Guðmundsdóttir, formaður kynnti minnisblað um stöðu húsnæðismála grunn- og leikskóla. Að mati ráðgjafa er talið hagkvæmast að byggja við núverandi húsnæði grunnskólans, fremur en að byggja ofan á skólann eða breyta íþróttahúsinu í skólahúsnæði. 

 

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 13:50

 

Getum við bætt efni síðunnar?