Dagskrá:
1. Fjárhagsáætlun 2020 - Skólanefnd - 1910018
Stefán Árnason skrifstofustjóri fór yfir drög að fjárhagsáætlun 2020 vegna fræðslumála, ásamt rekstrarstöðu leik- og grunnskóla til 15. september 2019. Skólanefnd leggur til við sveitarstjórn að fyrirliggjandi drög verði samþykkt og þakkar stjórnendum fyrir góðan árangur í rekstri leik- og grunnskóla.
2. Húsnæðismál grunn- og leikskóla - 1901017
Finnur Yngvi Kristinsson sveitarstjóri og Anna Guðmundsdóttir formaður skólanefndar, fóru yfir minnisblað vegna heimsóknar framkvæmdaráðs, sveitarstjóra og formanns skólanefndar í þrjá skóla á höfuðborgarsvæðinu, Krikaskóla í Mosfellsbæ, Dalskóla í Reykjavík og grunnskólann Nú í Hafnarfirði. Talsverðar umræður um næstu skref í undirbúningi endurbóta á húsnæði leik- og grunnskóla sveitarfélagsins.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 13:45