Skólanefnd

149. fundur 11. desember 2006 kl. 21:59 - 21:59 Eldri-fundur

149. fundur skólanefndar Eyjafjarðarsveitar var settur í Hrafnagilsskóla kl 20:15 fimmtudaginn 4. maí 2006.

þessir sátu fundinn: Jóhann ó. Halldórsson, Aðalsteinn Hallgrímsson, Valdimar Gunnarsson, Tryggvi Heimisson, Lilja Sverrisdóttir, Ingibjörg ösp Stefánsdóttir, Anna Gunnbjörnsdóttir og Anna Guðmundsdóttir
Einnig sat Stefán árnason, skrifstofustjóri, fundinn undir lið 1.

1. útboðsgögn vegna skólaaksturs - umsögn
Stefán árnason gerði grein fyrir útboðinu og lýsti því að það hefði gengið heldur vel og samkvæmt áætlun. Við fyrstu skoðun virðast tveir bjóðendur ekki standast kröfu um starfsreynslu. Starfshópurinn sem annaðist útboðið leggur til að gengið verði að tilboði frá SBA, sambland af frávikstilboðum 1 og 2. Samkvæmt því er heildarupphæð fyrir skólaaksturinn kr. 511.840,- pr. viku (miðað við vísitölu í mars 2006)
Utan þessa tilboðs (allra tilboða) er akstur frá Merkigili og Hranastöðum og auk þess akstur vegna heimilisfræðikennslu.
Reikningur frá Ríkiskaupum fyrir undirbúningsvinnu nemur ca. 100 þús.
Skólanefnd fellst á tillögu starfshópsins og leggur til að gengið verði til samninga við SBA skv. því sem lýst hefur verið.

2. Viðbótarhúsnæði við Krummakot
Starfshópur sem skipaður var til að kanna húsnæðisþörf til að mæta biðlista á Krummakoti hefur lagt fram minnisblað. (fskj.2) á því kemur fram að í boði eru tvær lausnir, tvö færanleg hús, 2x78 m2 ellegar eitt ca 200 m2 hús.  Hvorugur kosturinn virðist mjög vænlegur en þó væri e.t.v. hægt að leysa talsverðan vanda með því að fá eitt hús sem væri nokkru stærra, ca. 250 eða 300 m2. Skólanefnd telur ástæðu til að kanna hvort möguleiki er að fá slíkt hús, helst um 300 m2. Skólanefnd felur formanni að leita þessara upplýsinga innan viku.

3. Starfsmannamál á Krummakoti
Anna Gunnbjörnsdóttir gerði grein fyrir árangri auglýsinga. Einn leikskólakennari hefur sótt um starf - vill þó ekki fullt starf - auk þess hafa borist umsóknir frá nokkrum ófaglærðum. Enn þá vantar þó starfsmenn í afleysingar vegna veikinda og helst starfsmann til að hlaupa í skörð vegna undirbúningstíma o.fl., hvort tveggja frá 1. sept. nk. Anna kveðst munu auglýsa aftur í upphafi starfs eftir sumarleyfi.

4. Staða biðlista á Krummakoti
Anna Gunnbjörnsdóttir gerði grein fyrir því að þegar fylltust pláss sem losna þegar fimm ára börn hætta. Allnokkur börn bætast við í júní. Að loknu sumarleyfi verða að líkindum að minnsta kosti 15 - 18 börn á biðlista. Komi upp nýtt hús leysist þetta biðlistamál.


5. Skóladagatal Hrafnagilsskóla
Anna Guðmundsdóttir lagði fram og skýrði dagatal næsta skólaárs, skólanefnd samþykkti dagatalið. (Sjá fskj. 3)


6. þörf á viðbótarrými vegna skólavistunar
Anna Guðmundsdóttir lagði fram tillögu um að íbúð í vesturenda syðri álmu í gamla heimavistarhúsinu yrði lögð undir skólavistun. Skólavistunin hefur nú þegar sprengt utan af sér það rými sem henni var ætlað. Ekki er gert ráð fyrir neinum verulegum breytingum á húsnæðinu. Skólanefnd leggur til að orðið verði við þessu erindi þar.


7. áætlun um lagfæringar á skólalóð Hrafnagilsskóla
Fram var lagt minnisblað (fskj. 4) þar sem tíunduð eru nokkur atriði sem þarf að lagfæra. Skólanefnd telur brýnast að lóð skólans verði skipulögð áður en lengra verður haldið.


8. -9. Erindi um ráðningu deildarstjóra og áætlun um þróunarverkefni um einstaklingsmiðað nám
á fundi í febrúar var lagt fram erindi um þetta mál en afgreiðslu var frestað þar til ljóst væri um úrslit styrkveitinga. Nú er ljóst að styrkur fæst úr Endurmenntunarsjóði fyrir útlögðum kostnaði en ekki fyrir launaviðbót deildarstjóra sem mun nema 9 kennslustunda afslætti á viku. í krónum talið er það tæpl. 100 þús. á mánuði ? eða kr. 400 þús. á árinu 2006.
Vegna sérkjarasamninga við þá kennara sem taka þátt í þróunarverkefni um einstaklingsmiðað nám má gera ráð fyrir 1700 þús. króna kostnaðarauka á árinu 2006 en til þess fellur 1 milljón sem er afgangur frá fyrra ári. Eftir stendur ósk um 1100 þús. kr. kostnaðarauka á árinu 2006 og mánaðarlega u.þ.b. 500 þús. á fyrri hl. ársins 2007.  Skólanefnd leggur til að orðið verði við umsókninni og vísar til endurskoðunar á fjárhagsáætlun.
Anna Guðmundsdóttir gerði að öðru leyti stuttlega grein fyrir stöðu verkefnisins en samið hefur verið við Ingvar Sigurgeirsson um að leiða hópinn í Hrafnagilsskóla í þessari nýbreytni.
Skólanefnd lýsir ánægju sinni með þessa nýbreytni og væntir mikils og góðs af þessu starfi.Fleira gerðist ekki og var fundi slitið kl. 22:55

Valdimar Gunnarsson ritaði fundargerð.

Getum við bætt efni síðunnar?