Skólanefnd

151. fundur 11. desember 2006 kl. 22:00 - 22:00 Eldri-fundur

151. skólanefndarfundur Eyjafjarðarsveitar mánudaginn 28. ágúst 2006 haldinn í Hrafnagilsskóla kl.20:30
Mættir voru Sigríður Bjarnadóttir, Guðrún Harðardóttir, Ingibjörg ösp Stefánsdóttir, Inga Björk Harðardóttir Arnarhóli, Valdimar Gunnarsson, Karl Frímannsson skólastjóri, Anna Gunnbjörnsdóttir leikskólastjóri, Aníta Jónsdóttir fulltrúi kennara og Sigríður Rósa Sigurðardóttir fulltrúi foreldrafélags Hrafnagilsskóla.


1) Skólanefnd

Sigríður setti fundinn og bauð alla velkomna.  Hún sagðist ekki ætla að skipa neinn í neitt og ætlaði verðandi formanni það, Sigurði Eiríkssyni, sem ekki hefur verið skipaður í embætti að svo stöddu.  Hún óskaði eftir ritara þessa fundar og tók Sigríður Rósa það að sér.  
Rætt var um að koma á föstum kvöldum til fundarhalda og eins fundartímann.  ákveðið var að flytja hann til klukkan 20:00 í stað þess að byrja 20:30 eins og boðað var til þessa fundar.  Miðað er við að hver fundur standi ekki lengur en tvo tíma sem á að geta gengið.  Nefndarfólk þarf að vera vel undirbúið og dagskráin þarf að berast tímanlega.  Geti einhver ekki mætt á boðaðan fund þá boðar sá hinn sami varamann í sinn stað og lætur þann sem sendir út fundarboðið jafnframt vita.
Mikilvægt er fyrir skólanefndina að hafa stefnumótun til að vinna eftir.  Var nefndarfólki falið að vinna heima að hugmyndum að einhvers konar starfsáætlun nefndarinnar og hafa tilbúna fyrir næsta fund.

2) Hrafnagilsskóli 
Karl skýrði frá stöðu ýmissa mála sem samþykkt hafa verið samkvæmt fundargerðum á árinu.

Verkefnið "ég kem í skólann til að læra":
Ráðning deildarstjóra gengur eftir auk þess sem gerður hefur verið sérsamningur við kennara vegna breyttrar vinnutilhögunar sem gengið er út frá við framkvæmd verkefnisins.  þeir fjármunir sem ætlaðir voru í verkefnið (sbr. 149. fundargerð skólanefndar) koma til með að nægja.  Tölur verða lagðar fram við endurskoðun á fjárhagsáætlun í byrjun október.  
þrjú hundruð þúsund króna styrkur fékkst úr Endurmenntunarsjóði til verkefnis um námsmat sem stendur allt skólaárið 2006-2007.

Ráðning kennara vegna hegðunarvanda nemanda:
Frá febrúar til vors var ráðinn kennari til þessa og um er að ræða áframhaldandi ráðningu næsta skólaár 2006-2007.  Farið verður yfir kostnaðinn við fjárhagsendurskoðun síðar.  Fyrirspurn kom um hvort ekki væri valkostur að ráða starfsfólk með aðra sérfræðimenntun til verksins frekar en kennara.  Megin starf með viðkomandi er hins vegar nám og kennsla og því eðlilegt að ráðinn sé kennari til starfans.

Skólavistun:
íbúð í vestari álmu heimavistar er tóm og hægt að nýta undir vistun.  Hins vegar vantar þar inn allan stofnbúnað, t.d. húsgögn, leiktæki o.fl. og spurningin er hvort leggja eigi fjármagn til þess ?  Með auknu rými er pláss fyrir fleiri börn en jafnframt verða þá stöðugildin fleiri við vistunina.  Karli var falið að afla gagna sem varða fjölda barna sem óskað er eftir vistunarplássi fyrir og eins kostnaðartölur sem þessu fylgja.  það liggi fyrir fyrir næsta fund þar sem ákveðið var að taka afstöðu til málsins þá.

Skólalóð:
Karl leggur til að fljótlega verði farið í vinnu um framtíðarhúsnæði skóla og skipulag skólalóðar.  Nýjar reglur um öryggi leiktækja hafa þegar tekið gildi og þörf er á lausn sem fyrst.  Umræður fóru fram á meðal fundarmanna og kom ýmislegt fram þar.  Skólanefnd beinir þeim tilmælum til sveitarstjórnar að skipa sem fyrst vinnuhóp um skipulag lóðar og framtíðaraðstöðu grunnskóla og leikskóla.

Skólaakstur:
Karl skýrði frá tilboði SBA sem var tekið á sex leiðum.  Með tilboðinu er aksturinn hagkvæmari.  þá voru tilmæli í útboðsgögnum um að sömu bílstjórar yrðu sem mest á sömu leiðunum.  Tvær kærur bárust vegna samninga í kjölfar útboðsins, úrskurður hefur fallið Eyjafjarðarsveit í hag.
Ekki var í útboðinu akstur vegna heimilisfræði og keyrsla í Merkigil og Hranastaði en samið hefur verið við Baldur Kristinsson um þann akstur. 

Fyrirspurn um kennslueldhús:
Karl óskaði eftir upplýsingum um hugsanlegan flutning á skólaeldhúsi í heimavistarhúsnæði; hvort hann væri á dagskrá og þá hvernig ætti að standa að málum.

Mötuneyti: 
Gerður hefur verið samningur við Valdemar Valdemarsson matreiðslumann um rekstur mötuneytis og var verðskrá ásamt innheimtuupplýsingum dreift til fundarfólks.  Kom fram að hvorki skólanefnd né foreldraráð voru höfð með í ráðum við þennan samning sem eðlilegt hefði verið.  Skólanefnd óskar formlega eftir skýringum á því hvernig staðið var að þessu máli.  Auk þess kom fram bókun frá Ingibjörgu ösp og Valdimari Gunnarssyni um þennan lið.
"?það er skoðun okkar að óæskileg vinnubrögð hafi verið viðhöfð við samningsgerð við nýjan rekstraraðila mötuneytis þar sem málið fékk meðferð sem hvorki samræmist erindisbréfi skólanefndar né meðferð sambærilegra mála sbr. meðferð sem útboð á skólaakstri fékk í vor.  Enn hafa ekki komið fram skýringar á því hvers vegna ráðist var í þessar breytingar og gengið var fram hjá umsagnaraðilum sem eiga samkvæmt grunnskólalögum og samkvæmt regluverki sveitastjórnar og skólans að hafa um málið að segja.  Auk þess hlýtur það að teljast óheppilegt að ekki hefur komið fram með hvaða hætti kostnaðarauka og auknu vinnuálagi sem af breytingunni hlýst verður mætt."

3) Krummakot
Anna lagði fram eitt formlegt erindi ásamt því að kynna stöðu framkvæmda við byggingu og starfsmannamál leikskólans. 
Ráðning verkefnisstjóra (sjá meðf. erindi):
Sótt er um stöðuna til eins árs.  ástæðan er aðallega vegna aukins fjölda fjögurra og fimm ára barna.  þegar þau eru öll í gamla húsnæðinu uppi (Stóri Krummi) hlýst af töluverður hávaði og berst auðveldlega niður á neðri hæð þar sem yngstu börnin eru (Ungar).  Verkefnisstjóri hefur umsjón með fimm ára börnunum þegar þau eru sér og væntanlega í húsnæði niðri.  Skólanefnd leggur til að erindi leikskólastjóra um ráðningu verkefnisstjóra verði samþykkt.
Staða bygginar og útisvæðis:
Afhending viðbyggingar á að verða 30. sept. n.k. og útisvæðið á að vera tilbúið í októberlok.  Anna kynnti fyrir nefndarfólki teikningar af hvoru tveggja.  Hún ræddi um að fá að hafa lokað einn dag vegna flutninga í nýja húsnæðið og ef allt gengi eftir ætti það að vera mánudagurinn 2. október.  Nefndin telur að allir hljóti að sýna skilning á slíku ef af yrði. 
Starfsmannamál:
Nú er búið að ráða í öll stöðugildi á leikskólanum og aukning milli áranna 2005-2006 og 2006-2007 losar þrjú stöðugildi.  Hún er til komin vegna stækkunar húsnæðis, aukins barnafjölda og lengri viðvera barnanna.  þá var rætt um að nýir starfmenn yrðu auðkenndir með t.d. nafnspjaldi fyrstu dagana.

4) önnur mál
Ingibjörg ösp óskaði eftir því að skólanefnd hittist á óformlegum fundi, nokkurs konar vinnufundi, til að ræða stefnumótun nefndarinnar.  Einnig var rætt um að setja á blað hlutverk skólanefndar, verkefni og áherslur - jafnvel að kalla til fráfarandi nefnd til að setja nýja nefnd inn í starfið því allir meðlimir í nefndinni eru nýir fulltrúar.  Stefnt er að því að halda vinnufund fyrir næsta nefndarfund sem ætti að fjalla um fjárhagsáæltun og stöðu fjárhags í september/október. Fleira ekki rætt og fundi slitið 22.45.  S.R.S. fundarritari

Getum við bætt efni síðunnar?