Dagskrá:
1. Markmið og viðmið í starfi frístundaheimila kynning frá Mennta- og menningarmálaráðuneyti - 1910043
Farið yfir skjöl um markmið og viðmið um starf frístundaheimila. Hrund skólastjóri Hrafnagilsskóla greinir frá frístundastarfi á vegum Eyjafjarðarsveitar. Skólastjóra er falið að gera upplýsingar um frístundastarfið sýnilegar á heimasíðu Eyjafjarðarsveitar.
Samþykkt
2. Skólanefnd - Móttaka og aðlögun starfsmanna með erlend móðurmál - 2003006
Ályktun ekki samþykkt að svo stöddu. Skólanefnd leggur til að sveitarstjórn skoði leiðir til að styðja við móttöku íbúa af erlendum uppruna í sveitarfélagið.
Samþykkt
4. Húsnæðismál grunn- og leikskóla - 1901017
Skjöl lögð fram til kynningar um húsnæðismál leik- og grunnskóla.
Samþykkt
5. Leikskólinn Krummakot - Beiðni um hækkað starfshlutfall sérkennslustjóra - 2002022
Skólanefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja fyrirliggjandi beiðni.
Samþykkt
6. Hrafnagilsskóli - Skóladagatal 2020-2021 - 2003005
Skólanefnd leggur til við sveitarstjórn að skóladagatal grunnskólans verði samþykkt.
Samþykkt
7. Leikskólinn Krummakot - Skóladagatal 2020-2021 - 2003004
Skólanefnd leggur til við sveitarstjórn að skóladagatal leikskólans verði samþykkt.
Samþykkt
3. Símanotkun í grunnskóla - 1904014
Lagt fram til kynningar. Hrund skólastjóri Hrafnagilsskóla fjallar um fyrirkomulagið í skólanum.
Samþykkt
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 13:15