Skólanefnd

251. fundur 10. júní 2020 kl. 12:15 - 06:00 fundarstofa 1, Skólatröð 9
Nefndarmenn
  • Anna Guðmundsdóttir
  • Baldur Helgi Benjamínsson
  • Hafdís Inga Haraldsdóttir
  • Eiður Jónsson
  • Sunna Axelsdóttir
  • Inga Vala Gísladóttir
  • Dagmar Þóra Sævarsdóttir
  • Þorbjörg Helga Konráðsdóttir
  • Susanne Lintermann
Starfsmenn
  • Hrund Hlöðversdóttir skólastjóri Hrafnagilsskóla
  • Erna Káradóttir skólastjóri Krummakots
  • Finnur Yngvi Kristinsson sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Baldur Helgi Benjamínsson ritari

Dagskrá:

1. Mennta- og menningarmálaráðuneyti - Óskað upplýsinga um framkvæmd umbóta við Hrafnagilsskóla - 2005020
Hrund Hlöðversdóttir skólastjóri fór yfir sjálfsmatsskýrslu Hrafnagilsskóla árið 2020 og niðurstöður á Skólapúlsi. Niðurstöður hans eru ánægjulegar að mati stjórnenda og hafa þróast með jákvæðum hætti.
Samþykkt

2. Mennta- og menningarráðuneytið - Óskað upplýsinga um framkvæmd umbóta á leikskólanum Krummakoti - 2005019
Erna Káradóttir leikskólastjóri á Krummakoti fór yfir svarbréf sveitarfélagsins til Mennta- og menningarmálaráðuneytisins um framkvæmd umbótaáætlunar á leikskólanum.
Samþykkt

3. Húsnæðismál grunn- og leikskóla - 1901017
Anna Guðmundsdóttir formaður skólanefndar fór yfir minnisblað dags. 10. júní 2020 um stöðu endurbóta húsnæði leik- og grunnskóla. Finnur Yngvi Kristinsson sveitarstjóri fór yfir fyrirliggjandi hugmyndir að nýbyggingu og endurbótum á húsnæðinu. Fyrirséð er að leikskólinn verði fullsetinn um næstu áramót og óvíst að hægt verði að bregðast við óskum um leikskólapláss á nýju ári.
Samþykkt

4. Skólanefnd - Reglur um myndatökur í skólum - 2006002
Formanni skólanefndar hefur borist fyrirspurn frá foreldri varðandi reglur sveitarfélagsins um tækjanotkun og myndbirtingar úr skólastarfi. Óskað er eftir því að skólanefnd kanni málið og taki afstöðu til þess hvort reglur skólanna séu nægjanlega ítarlegar og skýrar. Formaður fór yfir reglur um þessi mál sem gilda á Akureyri og í Garðabæ. Skólanefnd óskar eftir að stjórnendur skólanna fari yfir gildandi reglur um myndatöku og myndbirtingu úr skólastarfi.
Samþykkt

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 13:50

Getum við bætt efni síðunnar?