Skólanefnd

252. fundur 18. nóvember 2020 kl. 12:00 - 13:40 Fjarfundur
Nefndarmenn
  • Anna Guðmundsdóttir
  • Baldur Helgi Benjamínsson
  • Hafdís Inga Haraldsdóttir
  • Sunna Axelsdóttir
  • Kristín Kolbeinsdóttir
  • Hrund Hlöðversdóttir skólastjóri Hrafnagilsskóla
  • Erna Káradóttir skólastjóri Krummakots
  • Inga Vala Gísladóttir
  • Dagmar Þóra Sævarsdóttir
  • Dagný Linda Kristjánsdóttir
Starfsmenn
  • Stefán Árnason skristofustjóri
  • Finnur Yngvi Kristinsson sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Baldur Helgi Benjamínsson ritari

Dagskrá:

1. Leikskólinn Krummakot - Starfsáætlun 2020-2021 - 2010036
Erna Káradóttir leikskólastjóri kynnti starfsáætlun Krummakots á þessu skólaári. Horfur eru á að leikskólinn fyllist í apríl 2021 og þá verði 67 börn í leikskólanum, í dag er fjöldinn 61. Vitað er af nokkrum börnum sem eru að flytja í sveitarfélagið sem ekki verður hægt að útvega leikskólapláss miðað við núverandi aðstöðu. Faraldurinn hefur haft talsverð áhrif á starfsemina í haust.
Samþykkt

2. Hrafnagilsskóli - Staðan haustið 2020 - 2011011
Hrund Hlöðversdóttir fór yfir stöðu mála í Hrafnagilsskóla. Fjöldi nemenda er 155 en fjölgar væntanlega um tvo um áramót. Enginn nemandi í sérdeild, en von er á einum nemanda í hana í desember. Fjöldi starfsmanna er 36.
Samþykkt

3. Hrafnagilsskóli - Starfsáætlun 2020-2021 - 2010037
Hrund Hlöðversdóttir skólastjóri fór yfir starfsáætlun Hrafnagilsskóla á þessu skólaári. Er með svipuðu sniði og á síðasta ári. Heimsfaraldur hefur haft talsverð áhrif á framvindu starfsáætlunar skólans.
Samþykkt

4. Hrafnagilsskóli - Skólanámskrá 2020-2021 - 2010038
Hrund Hlöðversdóttir skólastjóri rakti skólanámskrá Hrafnagilsskóla á þessu skólaári sem er óbreytt frá fyrra ári.
Samþykkt

5. Hrafnagilsskóli - Umbótaáætlun 2020-2021 - 2010039
Hrund Hlöðversdóttir skólastjóri fór yfir helstu atriði í umbótaáætlun skólans á þessu skólaári.
Samþykkt

6. Skólanefnd - Reglur um myndatökur í skólum - 2006002
Hrund Hlöðversdóttir skólastjóri rakti reglur skólans þar að lútandi.
Samþykkt

7. Fjárhagsáætlun 2021 - Skólanefnd - 2010025
Stefán Árnason skrifstofustjóri rakti fjárhagsstöðu sveitarfélagsins og áhrif heimsfaraldursins á fjárhag þess. Nefndin samþykkir fyrirliggjandi drög að fjárhagsáætlun fyrir árið 2021, ásamt viðaukum við fjárhagsáætlun ársins 2020. Skólanefnd beinir því til framkvæmdaráðs að taka jákvætt í beiðni leikskólastjóra um endurbætur á skólalóð leikskólans Krummakots, til að auka öryggi yngstu barna leikskólans.
Samþykkt

8. Húsnæðismál grunn- og leikskóla - 1901017
Formaður og sveitarstjóri fóru yfir stöðu málsins.
Samþykkt

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 13:40

Getum við bætt efni síðunnar?