Skólanefnd

253. fundur 03. febrúar 2021 kl. 12:00 - 13:15 fundarstofa 1, Skólatröð 9
Nefndarmenn
 • Anna Guðmundsdóttir formaður
 • Baldur Helgi Benjamínsson
 • Hafdís Inga Haraldsdóttir
 • Eiður Jónsson
 • Sunna Axelsdóttir
 • Hrund Hlöðversdóttir skólastjóri
 • Erna Káradóttir leikskólastjóri
 • Inga Vala Gísladóttir áheyrnarfulltrúi
 • Dagmar Þóra Sævarsdóttir áheyrnarfulltrúi
 • Jóhanna Gísladóttir áheyrnarfulltrúi
 • Dagný Linda Kristjánsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
 • Finnur Yngvi Kristinsson sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Baldur Helgi Benjamínsson ritari

Dagskrá:

1. Skólanefnd - Breytingar á skóladagatali leikskólans - 2101012
Fyrir fundinum liggur beiðni frá leikskólanum Krummakoti um breytingu á skóladagatali fram að sumarlokun 2021 vegna styttingu vinnutíma starfsmanna, ásamt umsögn foreldrafélags leikskólans vegna hennar. Málið rætt mjög ítarlega. Skólanefnd samþykkir beiðnina en leggur áherslu á að fyrir næsta skólaár þarf varanleg lausn að liggja fyrir við gerð skóladagatals, í samræmi við kjarasamninga.
Samþykkt

2. Húsnæðismál grunn- og leikskóla - 1901017
Finnur Yngvi Kristinsson sveitarstjóri fór yfir minnisblað um stöðu málsins.
Samþykkt

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 13:15

Getum við bætt efni síðunnar?