Skólanefnd

261. fundur 07. september 2022 kl. 12:00 - 13:45 fundarstofa 2, Skólatröð 9
Nefndarmenn
 • Anna Guðmundsdóttir formaður
 • Hafdís Inga Haraldsdóttir
 • Sóley Kjerúlf Svansdóttir
 • Guðmundur Sigurbjörn Óskarsson
 • Katrín Ragnheiður Guðmundsdóttir
 • Stefanía Árdís Árnadóttir varamaður
Starfsmenn
 • Hrund Hlöðversdóttir skólastjóri
 • Erna Káradóttir leikskólastjóri
 • Finnur Yngvi Kristinsson sveitarstjóri
 • Inga Vala Gísladóttir áheyrnarfulltrúi
 • Dagmar Þóra Sævarsdóttir áheyrnarfulltrúi
 • Dagný Linda Kristjánsdóttir áheyrnarfulltrúi
 • Garðar Kári Garðarsson áheyrnarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Sóley Kjerúlf Svansdóttir vararitari

Dagskrá:

1. Kosning ritara nefndarinnar - 2103006
Nefndin kýs Bjarka Ármann Oddson sem ritara.
Varamaður ritara er Sóley Kjerúlf Svansdóttir

Sett á dagskrá næsta fundar að kjósa varaformann og gera áætlun á fundartíma.

2. Kynning á stafrænu umhverfi og skipulagi - 2208014
Sveitarstjóri kynnir virkni fundargáttar og á skipulagi þar í kringum.
Sveitastjóri kynnti virkni fundargáttar og skipulag.

3. Húsnæðismál grunn- og leikskóla - 1901017
Sveitastjóri fór yfir stöðu framkvæmda á húsnæði leik- og grunnskóla.

4. Leikskólinn Krummakot - staða og horfur skólaárið 2022-2023 - 2209005
Erna Káradóttir, leikskólastjóri, fer yfir stöðu starfseminnar á Krummakoti.
Erna Káradóttir, skólastjóri fór fyrir innri matsskýrslu. Mikil ánægja með stöðu mála.
Erna Káradóttir fór einnig yfir stöðu mála í Krummakoti fyrir skólaárið 2022-2023. Skólanefnd þakkar fyrir kynninguna og leggur áherslu á að leggja fram lausnir á að finna pláss fyrir þann fjölda sem er umfram núverandi getu leikskólans.

5. Hrafnagilsskóli - staða og horfur skólaárið 2022-2023 - 2209006
Hrund Hlöðverðsdóttir, skólastjóri Hrafnagilsskóla, fer yfir stöðu starfsemi grunnskólans.
Hrund Hlöðversdóttir, skólastjóri fer yfir stöðu starfsemi grunnskólans.

6. Hrafnagilsskóli - skólapúlsinn niðurstöður vor 2022 - 2209008
Hrund Hlöðversdóttir, skólastjóri, fer yfir niðurstöður úr nemendakönnun skólapúlsins vorið 2022.

7. Hrafnagilsskóli - sjálfsmatsskýrsla - 2209007
Hrund Hlöðversdóttir, skólastjóri, fer yfri sjálfsmatsskýrslu og umbótaáætlun Hrafnagilsskóla.

8. Mennta- og menningarmálaráðuneytið - Óskað upplýsinga um framkvæmd umbóta við Hrafnagilsskóla - 2105032
Í framhaldi af ytra mati sem gert var árið 2016 hefur Hrafnagilsskóli unnið að umbótum og er þeirri vinnu nú lokið.

9. Erindisbréf - Skólanefnd - 1808019
Erindisbréf kynnt og fyrirhugað er að endurskoða það.

10. Skólaakstur að Þormóðsstöðum - 2209001
Aðstæður í Sölvadal koma í veg fyrir að skólabíll geti ekið þar um stóran hluta skólaársins sem útilokar að unnt sé að tryggja því barni sem í hlut á, notanda þjónustunnar, stöðugleika og öryggi á ferðum milli skóla og heimilis að mati skólanefndar. Skólanefnd leggur áherslu á að reynt verði að finna lausn á skólaakstri í Sölvadal, sem hægt er að framkvæma við þær aðstæður sem þar eru til að mynda með því að sveitarfélagið komi til móts við kostnað foreldra við akstur barns til móts við skólabíl eða annað fyrirkomulag þannig að hagsmunir barnsins vegna skólasóknar og öryggi við framkvæmd skólaaksturs sé tryggt í hvívetna. Leggur skólanefnd til við sveitarstjórn að sveitarstjóra verði falið að vinna að lausn málsins með hlutaðeigandi.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 13:45

Getum við bætt efni síðunnar?