Skólanefnd

262. fundur 05. október 2022 kl. 12:00 - 13:30 fundarstofa 2, Skólatröð 9
Nefndarmenn
  • Anna Guðmundsdóttir
  • Bjarki Ármann Oddsson
  • Hafdís Inga Haraldsdóttir
  • Sóley Kjerúlf Svansdóttir
  • Guðmundur Sigurbjörn Óskarsson
  • Hulda Rún Stefánsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Dagmar Þóra Sævarsdóttir áheyrarnarfulltrúi
  • Signa Hrönn Stefánsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Hrund Hlöðversdóttir skólastjóri Hrafnagilsskóla
Fundargerð ritaði: Bjarki Oddsson ritari

Dagskrá:

1. Starfsáætlun Krummakots 2022-2023 - 2209012
Starfsáætlun Krummakots 2022-2023 lögð fram til samþykktar.
Skólanefnd leggur til að skólanámskrá Krummakots verði samþykkt en uppfæra þarf kaflann um rými á hverri deild, kaflann um aðalnámskrá leikskóla, kaflann um starfsmannastefnu Krummakots og upplýsingar um stjórn foreldrafélagsins. Skólanefnd lýsir ánægju með vel unna foreldrahandbók sem er ítarleg og vel upp sett.
Samþykkt

2. Hrafnagilsskóli - Starfsáætlun 2022-2023 - 2209043
Starfsáætlun Hrafnagilsskóla 2022-2023 lögð fram til samþykktar.
Skólanefnd leggur til að starfsáætlun Hrafnagilsskóla verði samþykkt.
Samþykkt

3. Hrafnagilsskóli - breyting á skólanámskrá - 2209044
Hrund Hlöðversdóttir skólastjóri Hrafnagilsskóla kynnti breytingar á skólareglum Hrafnagilsskóla.
Skólanefnd leggur til að skólanámskrá Hrafnagilsskóla verði samþykkt.
Samþykkt

4. Hrafnagilsskóli - Umbótaáætlun - 2209045
Hrund Hlöðversdóttir skólastjóri kynnti umbótaáætlun Hrafnagilsskóla.
Samþykkt

5. 50 ára afmæli Hrafnagilsskóla - 2209046
Hrund Hlöðversdóttir skólastjóri kynnti hugmyndir af 50 ára afmælishátíð Hrafnagilsskóla.
Samþykkt

6. Torfufell - Erindi til skólanefndar um skólabílaáætlun - 2209047
Skólanefnd tekur undir með bréfriturum að æskilegt sé að tími barna í skólabílunum sé ekki meira en 45 mínútur hvora leið. Í reglugerð um grunnskólaakstur segir að ekki megi ætla börnum lengri tíma en 120 mínútur samtals á dag í skólabílum og bið eftir skólabíl að loknum skóla. Núverandi tími er innan þeirra marka. Skólanefnd beinir því til skólastjórnanda og sveitastjórnar að endurskoða og fjölga leiðum til að stytta viðveru í skólabíl eftir áramót ef þess er nokkur kostur þar sem ljóst er að nemendum mun fjölga frekar á þessum leiðum. Enn fremur óskar skólanefnd eftir að fá áætlanir um skólaakstur til skoðunar og umsagnar áður en gengið er frá akstursleiðum að hausti.


Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 13:30

Getum við bætt efni síðunnar?