Skólanefnd

265. fundur 18. apríl 2023 kl. 12:00 - 13:30 fundarstofa 1, Skólatröð 9
Nefndarmenn
 • Anna Guðmundsdóttir
 • Hafdís Inga Haraldsdóttir
 • Sóley Kjerúlf Svansdóttir
 • Þórir Níelsson
 • Inga Vala Gísladóttir áheyrnarfulltrúi
 • Dagmar Þóra Sævarsdóttir áheyrnarfulltrúi
 • Hulda Rún Stefánsdóttir áheyrnarfulltrúi
 • Signa Hrönn Stefánsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
 • Hrund Hlöðversdóttir skólastjóri Hrafnagilsskóla
 • Erna Káradóttir skólastjóri Krummakots
 • Finnur Yngvi Kristinsson
Fundargerð ritaði: Anna Guðmundsdóttir formaður

Dagskrá:

1. Leikskólinn Krummakot - Skóladagatal 2023-2024 - 2304007
Skólanefnd leggur til að skóladagatal Krummakots verður samþykkt.

2. Hrafnagilsskóli - Skóladagatal 2023-2024 - 2304008
Skólanefnd leggur til að skóladagatal Hrafnagilsskóla sé samþykkt.

3. Leikskólinn Krummakot - Fjölgun barna - 2304009
Skólanefnd leggur til að sem fyrst verði hugað að því hvernig hægt verði að mæta fjölgun barna, fari svo sem nú horfir að ekki verði pláss fyrir þau í núverandi húsnæði.

4. Húsnæðismál grunn- og leikskóla - 1901017
Minnisblað lagt fram til kynningar.

5. Hrafnagilsskóli - Foreldrakönnun Skólapúls 2023 - 2304010
Niðurstöður kynntar. Skólanefnd lýsir ánægju með góða stöðu og almenna ánægju foreldra með skólastarfið sem í mörgum þáttum er marktækt meiri en að meðaltali í öðrum skólum landsins og hefur aukist talsvert frá síðustu könnun fyrir 2. árum.

6. Skólanefnd - Endurskoðun skólastefnu Eyjafjarðarsveitar - 2302012
Minnisblað formanns lagt fram til kynningar. Skólanefnd telur æskilegt að ráðinn verði utanaðkomandi verkefnastjóri með trausta þekkingu á skólastarfi til að halda utan um endurskoðun -skólastefnu Eyjafjarðarsveitar.

7. Skólanefnd - Heimsókn í skólana - 2304011
Formaður lagði til að skólanefnd fari í heimsókn í heimsókn í skólana. Skólanefnd tók vel í það og tímasetning ákveðin.


Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 13:30

Getum við bætt efni síðunnar?