Skólanefnd

270. fundur 07. mars 2024 kl. 12:15 - 13:30 fundarstofa 1, Skólatröð 9
Nefndarmenn
  • Anna Guðmundsdóttir
  • Bjarki Ármann Oddsson
  • Hafdís Inga Haraldsdóttir
  • Sóley Kjerúlf Svansdóttir
  • Guðmundur Sigurbjörn Óskarsson
Starfsmenn
  • Hrund Hlöðversdóttir skólastjóri Hrafnagilsskóla
  • Erna Káradóttir skólastjóri Krummakoti
  • Inga Vala Gísladóttir áheyrnafulltrúi
  • Dagmar Þóra Sævarsdóttir áheyrnafulltrúi
  • Finnur Yngvi Kristinsson sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Bjarki Oddsson Ritari
Dagskrá:
 
1. Viðbrögð við mönnunarvanda í leikskóla - 2402002
Skólanefnd fer yfir minnisblað sveitarstjóra varðandi starfsaðstæður í leikskólanum frá 5. mars.
Skólanefnd tekur undir með sveitarstjóra að verulega ánægjulegt er að sjá hvernig gengið hefur að bregðast við aðstæðum með samheldnu átaki starfsmanna, foreldra og sveitarstjórnar.
Samþykkt
 
2. Skólanefnd - Endurskoðun skólastefnu Eyjafjarðarsveitar - 2302012
Kynning á vinnu vegna endurskoðun skólastefnu Eyjafjarðarsveitar. Gengið hefur verið til samninga við Ásgarð ehf. um vinnuna við gerð stefnunnar. Opinn íbúafundur verður um endurskoðun hennar þann 9. apríl næstkomandi, verður hann auglýstur síðar.
Samþykkt
 
3. Hrafnagilsskóli - Sjálfsmatsskýrsla 2022-2023 - 2402003
Hrund Hlöðversdóttir skólastjóri Hrafnagilsskóli kynnti sjálfsmatsskýrslu Hrafnagilsskóla. Lagt fram til kynningar.
Samþykkt
 
4. Ábending til sveitarfélaga um mikilvægi kynja- og jafnréttissjónarmiða við stefnumótun og ákvarðanatöku í breytingum á fyrirkomulagi leikskóla - 2311020
Lagt fram til kynningar.
Samþykkt
 
5. Ákvarðanir Persónuverndar um notkun Google Workspace for Education í grunnskólastarfi - 2401011
Hans Rúnar Snorrason verkefnastjóri kynnti vinnu við mat á persónuvernd í tölvukerfum í leik- og grunnskóla. Lagt fram til kynningar.
Samþykkt
 
6. Ytra mat á leikskólum árið 2023 - 2210006
Erna Káradóttir skólastjóri Krummakots kynnti niðurstöðu ytra mats Menntamálastofnunar á skólanum. Skólanefnd telur matið koma vel út og unnið er að umbótum í samræmi við ábendingar. Lagt fram til kynningar.
Samþykkt
 
 
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 13:30
Getum við bætt efni síðunnar?