Skólanefnd

271. fundur 18. apríl 2024 kl. 12:15 - 13:45 Fundarstofa 2, Skólatröð 9
Nefndarmenn
  • Anna Guðmundsdóttir
  • Bjarki Ármann Oddsson
  • Hafdís Inga Haraldsdóttir
  • Sóley Kjerúlf Svansdóttir
  • Þórir Níelsson
Starfsmenn
  • Hrund Hlöðversdóttir skólastjóri Hrafnagilsskóla
  • Erna Káradóttir skólastjóri Krummakots
  • Inga Vala Gísladóttir áheyrnarfulltrúi
  • Dagmar Þóra Sævarsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Signa Hrönn Stefánsdóttir áheyrnarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Anna Guðmundsdóttir formaður
Dagskrá:
 
1. Háskólinn á Akureyri - Beiðni um gerð rannsóknar í Hrafnagilsskóla - 2403030
Skólanefnd leggur til við sveitarstjórn að beiðnin verði samþykkt.
Samþykkt
 
2. Viðbrögð við mönnunarvanda í leikskóla - 2402002
Skólanefnd leggur til við sveitarstjórn að tekin verði upp skráning eftir klukkan eitt á föstudögum í maí með sama fyrirkomulagi og var í mars. Ef ekki rætist úr mönnunarvanda verði lokað klukkan eitt á föstudögum í júní.
Einnig leggur skólanefnd til að fyrsta vikan í júlí verði skráningardagar. Til framtíðar verði gert ráð fyrir því að öll börn þurfi að taka fimm vikna samfellt sumarfrí.
Að lokum hvetur skólanefnd sveitarstjórn að kanna möguleika þess að taka upp sex gjaldfrjálsa skólatíma í tengslum við fjárhagsáætlunarvinnu næsta árs.
Samþykkt
 
3. Hrafnagilsskóli - Skóladagatal 2024-2025 - 2404024
Skólanefnd leggur til við sveitarstjórn að skóladagatal Hrafnagilsskóla veturinn 2024-2025 verði samþykkt.
Samþykkt
 
4. Leikskólinn Krummakot - Skóladagatal 2024-2025 - 2404023
Skólanefnd leggur til við sveitarstjórn að skóladagatal Krummakots veturinn 2024-2025 verði samþykkt.
Skólanefnd hvetur skólastjórnendur til að senda foreldrum greinargóðar útskýringar á tilgangi og fyrirkomulagi skráningardaga í samráði við sveitarstjórn.
Samþykkt
 
5. Leikskólinn Krummakot - Umbótaáætlun í framhaldi af ytra mati árið 2023 - 2404025
Frestað til næsta fundar.
Frestað
 
6. Skólanefnd - Endurskoðun skólastefnu Eyjafjarðarsveitar - 2302012
Lagt fram minnisblað formanns skólanefndar um vinnu við skólastefnu Eyjafjarðarsveitar.
Samþykkt
 
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 13:45
 
Getum við bætt efni síðunnar?