Dagskrá:
1. Skólanefnd - Endurskoðun skólastefnu Eyjafjarðarsveitar - 2302012
Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson ráðgjafi hjá Ásgarði skólaþjónustu kynnti menntastefnu Eyjafjarðarsveitar 2024-2029 og aðgerðaskjal menntastefnunnar.
Framtíðarsýn menntastefnunnar er að sveitarfélagið Eyjafjarðarsveit leggur áherslu á framsækið og skapandi skólastarf þar sem starfsfólk, í góðu samstarfi við foreldra/forsjáraðila, vinnur saman að menntun og farsæld hvers barns. Rík áhersla er lögð á að náms- og starfsumhverfi sé faglegt, öruggt og uppbyggjandi og þannig búið að það henti skapandi skólastarfi. Kennarar og allt starfsfólk hafi stuðning til þess að útfæra skólastarf sem stuðlar að stigvaxandi framförum hvers nemanda á persónumiðaðan hátt og þannig sé eftirsóknarvert að starfa við uppeldi og menntun í Eyjafjarðarsveit. Sveitarfélagið skuldbindur sig til að styðja við stjórnendur svo fagleg forysta geti leitt til framúrskarandi starfshátta. Mikilvægast er að starf með börnum og ungmennum miði að því að efla vöxt og metnað þeirra svo þau fái tækifæri án aðgreiningar til að ná markmiðum og blómstra.
Skólanefnd samþykkir menntastefnuna fyrir sitt leyti og vísar henni til sveitarstjórnar.
2. Hrafnagilsskóli - Sjálfsmatsskýrsla 2023-2024 - 2408014
Lögð fram til kynningar sjálfsmatsskýrsla Hrafnagilsskóla 2023-2024.
3. Leikskólinn Krummakot - Staða í upphafi skólaárs 2024 - 2408020
Erna Káradóttir leikskólastjóri kynnti stöðuna í Krummakoti í upphafi skólaárs 2024-2025. Í upphafi skólaárs eru 78 nemendur við skólann en stefnir í þeir verði 84 í janúar. Veturinn hefur farið vel af stað en ráðningar gengu vel í sumar og staða á mönnun við skólann er góð. Í sumar voru ráðnir við leikskólann nokkur ungmenni á grunnskólaaldri til aðstoðar sem gafst afar vel.
4. Hrafnagilsskóli - Akstursáætlun 2024-2025 - 2408019
Skólanefnd Eyjafjarðarsveitar samþykkir akstursáætlun Hrafnagilsskóla 2024-2025 fyrir sitt leyti.
5. Hrafnagilsskóli - Breyting á skólareglum - 2408021
Skólanefnd samþykkir fyrirliggjandi breytingar á 5. grein skólareglna Hrafnagilsskóla fyrir sitt leyti. Breytingarnar hafa í för með sér að farsímar og símaúr verða með öllu óheimil á skólatíma nema í sérstökum tilvikum.
6. Húsnæðismál grunn- og leikskóla - 1901017
Lagt fram til kynningar minnisblað um húsnæðismál grunn- og leikskóla.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 13:55