Dagskrá:
1. Húsnæðismál grunn- og leikskóla - 1901017
Lagt fram til kynningar.
Samþykkt
2. Flutningur leikskólans Krummakots í nýtt húsnæði - 2501016
Skólanefnd þakkar leikskólastjóra fyrir minnisblaðið.
Á dagskrá næsta sveitarstjórnarfundar sem haldinn verður þann 30. janúar ætlar sveitarstjórn að skipa í samstarfshóp sem halda mun utan um undirbúning á tilfærslu starfsemi leikskólans Krummakots undir sama þak og grunnskóla Hrafnagilsskóla.
Einnig er formleg vinna í samstarfshópi stjórnenda að hefjast varðandi þau atriði sem snerta starfsemi beggja skóla. Þar er gert ráð fyrir skoðun og samræmingu á bæði praktísku og faglegu starfi og því verður ekki lokið á einu bretti við flutning leikskólans, heldur verður áframhaldandi verkefni.
Óhjákvæmilegt er að það verði rask á starfsemi leikskólans við tilfærsluna en mikilvægt er að lágmarka það eins og kostur er.
Skólanefnd áréttar að þurfi að koma til lengri lokunar leikskólans í sumar vegna flutningsins heldur en skóladagatal gerir ráð fyrir er nauðsynlegt að hefja samtal við foreldra barnanna sem fyrst.
3. Skólanefnd - Innleiðing nýrrar menntastefnu Eyjafjarðarsveitar - 2501017
Lagt fram til kynningar.
4. Hrafnagilsskóli - Mat á skólastarfi - 2501019
Lagt fram til kynningar. Ljóst er að ýmsar áskoranir koma í ljós í niðurstöðum og mikilvægt að starfsfólk skólans vinni úr þeim skólasamfélaginu til framdráttar.
5. Foreldrastefnumót í Hrafnagilsskóla - 2501020
Skólastjóra þakkað fyrir kynningu á áhugaverðu verkefni, sem mögulegt er að geti orðið til að efla samstarf milli skóla og foreldra og auka traust í samskiptum.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 13:05