Skólanefnd

156. fundur 19. mars 2007 kl. 10:39 - 10:39 Eldri-fundur
156. fundur í skólanefnd Eyjafjarðarsveitar var haldinn fimmtudaginn 18. janúar 2007 í Hrafnagilsskóla.
Fundurinn hófst klukkan 20:00.
Mættir:
Skólanefnd:
Auðbjörg Geirsdóttir
Ingibjörg ösp Stefánsdóttir
Sigríður Bjarnadóttir
Sigurður Eiríksson og
Sigríður örvarsdóttir
áheyrnarfulltrúar:
Anita Jónsdóttir
Anna Gunnbjörnsdóttir
Karl Frímannsson
Steinunn ólafsdóttir og
Daníel þorsteinsson
 
Dagskrá fundarins var eftirfarandi:

1. Lækkun fjárhagsáætlunar um 1,5 milljónir skv. ákvörðun sveitarstjórnar.
Sveitarstjórn samþykkti tillögur skólanefndar að fjárhagsáætlun fyrir fræðslumál árið 2007 með þeim fyrirvara um að heildarfjárhæð óbundinna liða yrði lækkuð um 1,5 milljónir króna. Samþykkt var í samræmi við umræður við gerð fjárhagsáætlunar að liður 21-8510, sem felur í sér kaup á fartölvum fyrir Hrafnagilsskóla, lækki um þá upphæð og verði þá krónur 850.000 í stað 2.350.000 króna. Skólanefnd  leggur því til að fartölvukaupunum verði dreift á 3ja ára rekstrarleigu.

2. Umræða um verklag við gerð fjárhagsáætlunar.
Karl kynnti tillögu að verkferli við gerð fjárhagsáætlunar Hrafnagilsskóla. Málið rætt, lagt var til að verkferlar verði skjalfestir  en frekari afgreiðslu frestað fram yfir námskeið sbr. dagskrárlið 3.

3. Kynning á námskeiði fyrir kjörna fulltrúa í skólanefndum.
Samband íslenskra sveitarfélaga býður fram námskeið þann 9. mars næstkomandi ætlað kjörnum fulltrúum í fræðslunefndum sveitarfélaga. Formaður hvatti nefndarmenn, varamenn og áheyrnarfulltrúa til þess að sækja námskeiðið.

Karl Frímannsson, Aníta Jónsdóttir og Steinunn ólafsdóttir  viku af fundi.

4. ákvörðun sumarlokunar Krummakots.
Anna kynnti hugmynd að sumarlokun leikskólans sumarið 2007. Málið var rætt og nefndin samþykkti sumarlokun frá 2. júlí til og með 27. júlí.

5. ársskýrsla leikskólans Krummakots 2005-2006.
Kynning.

6. Starfsáætlun leikskólans Krummakots 2007.
Kynning.

7. önnur mál.
Anna kynnti hugmynd að heimsókn skólanefndar í leikskólann Krummakot. Umræða jákvæð og ákveðið var að skólanefnd kæmi í heimsókn þriðjudaginn 30. janúar kl.09:30 og kynnti sér starf leikskólans.
þörf um hraðahindrun á vegi ofan skóla ítrekuð. Formanni falið að sækja málið.

Fundi slitið kl. 22:15
Fundargerð ritaði Sigríður örvarsdóttir.
Getum við bætt efni síðunnar?