Skólanefnd

164. fundur 12. september 2007 kl. 10:47 - 10:47 Eldri-fundur
164. fundur í skólanefnd Eyjafjarðarsveitar var haldinn mánudaginn 10. september 2007 að Syðra-Laugalandi.

Fundurinn hófst klukkan 20:30.

Mættir:    
 
Skólanefnd:
Auðbjörg Geirsdóttir
Guðrún Harðardóttir
Ingibjörg ösp Stefánsdóttir
Sigríður Bjarnadóttir og
Sigurður Eiríksson

áheyrnarfulltrúar:
Anita Jónsdóttir
Karl Frímannsson og
Steinunn ólafsdóttir

Dagskrá fundarins var eftirfarandi:

1. Staða fjárhags og undirbúningur fjárhagsáætlunar 2008.
Staðan kynnt, ákveðið að fara yfir málin í október samkvæmt verkáætlun sem samþykkt var í vor. þá verði allir þættir fjárhagsáætlunar skoðaðir og þriggja ára áætlun endurskoðuð.

2. Tillaga að nýju merki skólans.
Karl kynnti hugmynd að nýju merki Hrafnagilsskóla. Nefndarmenn voru einróma um að merkið væri vel unnið og smekklegt.

3. Húsnæðismál.
Nemendafjöldi í mynd og handmenntastofu er orðinn of mikill fyrir það húsnæði sem til ráðstöfunar er. Myndmennt og handíð er á sama tíma nokkrum sinnum í viku en það er ótækt ástand.  Skólanefnd ályktar að brýnt sé að hefja hönnunarferli vegna stækkunar Hrafnagilsskóla.

4. Kostnaður vegna fjarnáms grunnskólanemenda í framhaldsskólum.
Skólanefnd ályktar að grunnskólinn greiði fyrir fjarnám nemenda innan þess einingafjölda sem tilheyrir grunnskólanámi þeirra.

5. Stefnumótun fyrir Hrafnagilsskóla – tillaga að verklagi.
Rætt um stefnumótun í skólamálum. Fræðslustefnu sveitarfélagsins þarf að móta jafnhliða eða á undan skólastefnum skólanna. því er beint til sveitarstjórnar að hefja undirbúning málsins sem fyrst í samvinnu við skólanefnd.

6. Kynning á skólanámskrá og tillaga að verklagi
ákveðið að taka hluta skólanámskrár til endurskoðunar en endurskoða hana ekki í heild sinni eins og verið hefur.

7. Staða fjárhagsáætlunar Hrafnagilsskóla.
Karl kynnti stöðuna en frávik frá áætlun virðast ekki vera mikil. Kostnaður vegna ráðningar iðjuþjálfa er áætlaður kr. 1200 þúsund á árinu og akstur í heimilisfræði er áætlaður kr. 800 þúsund þar sem nýtt kennslueldhús er ekki tilbúið. Breyta verður fjárhagsáætlun ársins 2007 sem þessu nemur.

8. önnur mál.
Rætt um hraðahindranir við skólana. Heilt ár er nú liðið síðan skólanefnd ályktaði um nauðsyn á hraðahindrunum á svæðinu. þungaflutningar á svæðinu gera þörfina enn brýnni og beinir skólanefnd því enn og aftur til sveitarstjórnar að aðhafast í málinu.


Fundi slitið kl. 23.00
Fundargerð ritaði Guðrún Harðardóttir.
Getum við bætt efni síðunnar?