Skólanefnd

165. fundur 18. september 2007 kl. 10:37 - 10:37 Eldri-fundur
165. fundur í skólanefnd Eyjafjarðarsveitar var haldinn mánudaginn 17. september 2007 að Syðra-Laugalandi.
Fundurinn hófst klukkan 20:30.

Mættir:    
 
Skólanefnd:
Auðbjörg Geirsdóttir
Guðrún Harðardóttir
Ingibjörg ösp Stefánsdóttir
Sigríður Bjarnadóttir og
Sigurður Eiríksson

áheyrnarfulltrúar:
Anna Gunnbjörnsdóttir
 

Dagskrá fundarins var eftirfarandi:

1. Samningur við Akureyrarbæ um fagþjónustu.
Lögð voru fram drög að samningi Akureyrarbæjar sem felur í sér bæði stjórnunarráðgjöf og ráðgjöf til leikskólastarfsmanna vegna innra starfs og foreldrasamstarfs.
Skólanefnd mælir með því fyrir sitt leyti að gengið verði til samninga við Akureyrarbæ á þeim nótum sem fram koma í drögunum.  Gæta verður þess við samningsgerðina að það sé á hreinu hvað er innifalin þjónusta og hvað greiða þarf fyrir aukalega.

2. Staða fjárhags 2007.
Anna lagði fram gögn um stöðu fjárhags 2007. Rekstrarliðirnir eru í góðu samræmi við áætlun og í lok ágúst stendur reksturinn í 63% af áætlun ársins.

3. Undirbúningur fjárhagsáætlunar 2008, umræður um gjaldskrá.
Rætt um gjaldskrá og afsláttarkjör.  Samþykkt að stefna að samræmingu afsláttarkjara á milli dagvistunar, leikskóla og skólavistunar.

4. önnur mál.
Ekkert fært til bókar.


Fundi slitið kl. 22.30
Fundargerð ritaði Sigurður Eiríksson og Guðrún Harðardóttir.
Getum við bætt efni síðunnar?