Skólanefnd

168. fundur 23. nóvember 2007 kl. 14:05 - 14:05 Eldri-fundur
168. fundur í skólanefnd Eyjafjarðarsveitar var haldinn fimmtudaginn  22. nóvember 2007 að Syðra-Laugalandi.
Fundurinn hófst klukkan 20:30.

Mættir:    

Skólanefnd:
Inga Björk Harðardóttir
Ingibjörg ösp Stefánsdóttir
Margrét ívarsdóttir
Sigríður Bjarnadóttir    - formaður -


áheyrnarfulltrúar:
Anna Gunnbjörnsdóttir
Aníta Jónsdóttir
Harpa Gunnlaugsdóttir
Karl Frímannsson

Dagskrá fundarins var sem hér segir:

1)    Fjárhagsáætlun – vinnuferli
Bjarni Kristjánsson kynnti vinnuferli og fyrirkomulag í tengslum við fjárhagsáætlunargerð.  Eins kynnti Bjarni vinnu sem er í gangi varðandi nýtt fyrirkomulag í tengslum við fundaboð og skjalavörslu.
Bjarni Kristjánsson vék af fundi.

2)    Fjárhagáætlun Krummakosts fyrir árið 2008
Anna Gunnbjörnsdóttir lagði fyrir drög að fjárhagsáætlun 2008.  Mismunur tekna og gjalda eykst um 10,3%  (sjá skýringar í fylgiskjali).  Skólanefnd leggur til að að leikskólagjöld hækki um 3,5% til samræmis við hækkun á kostnaðarliðum.   Skólanefnd samþykkir áætlunina eins og hún er lögð fram.
Formanni og leikskólastjóra  falið að upplýsa forstöðumenn eignarsjóðs um fyrirliggjandi þörf á úrbótum á skólalóð leikskóla.

3)    Umræða um mötuneytismál
Inga Björk Harðardóttir lagði fyrir minnispunkta varðandi breyttar áherslur í tengslum við mötuneytisrekstur.  Formanni skólanefndar er falið að upplýsa rekstraraðila mötuneytis um umræðuna.

Anna Gunnbjörnsdóttir vék af fundi.

4)    Fjárhagsáætlun Hrafnagilsskóla fyrir árið 2008
Karl Frímannsson lagði fram fjárhagsáætlun fyrir árið 2008.  Skólanefnd leggur til að að vistunargjöld hækki um 3,5% til samræmis við hækkun á kostnaðarliðum.  áætlunin gerir ráð fyrir 3,5% heildarhækkun á rekstrarkostnaði frá árinu 2007.  Skólanefnd samþykkir áætlunina eins og hún er lögð fram.
Skólastjóra falið að yfirfara þriggja ára áætlun um viðhald og framkvæmdir með forstöðumönnum eignasjóðs.  
Skólastjóra falið að vinna drög að skilgreiningu á stofnbúnaði í skólastofum og kostnaðaráætlun vegna fjárfestingar og viðhalds.   

5)    Skólanefnd vinnuferill
Umræðu frestað.

Karl Frímannsson vék af fundi.

6)    önnur mál
a.    Erindi frá Karli Frímannssyni um launað leyfi í desember og janúar til að ljúka meistaraprófsritgerð við Háskólann á Akureyri.
Skólanefnd samþykkir erindið enda kallar leyfið ekki á ráðningu skólastjóra  á meðan á því stendur þar sem aðstoðarskólastjóri tekur stöðu skólastjóra og enginn aðstoðarskólastjóri verður starfandi þann tíma.
Skólanefnd vill jafnframt lýsa ánægju sinni með það óeigingjarna og framúrskarandi starf sem Karl hefur unnið í þágu skólasamfélagsins í Eyjafjarðarsveit.

Fundi slitið kl. 23:15

Ingibjörg ösp Stefánsdóttir ritaði fundargerð.
Getum við bætt efni síðunnar?