Skólanefnd

176. fundur 13. júní 2008 kl. 10:09 - 10:09 Eldri-fundur

176. fundur skólanefndar Eyjafjarðarsveitar haldinn að Syðra Laugalandi, fimmtudaginn 12. júní 2008 og hófst hann kl. 20:00
Fundinn sátu:
Sigríður Bjarnadóttir, Inga Björk Harðardóttir, Guðrún Harðardóttir, Jóhann ólafur Halldórsson, Aníta Jónsdóttir, Harpa Gunnlaugsdóttir, Karl Frímannsson, Valdimar Gunnarsson, Guðmundur Jóhannsson,

Fundargerð ritaði: Valdimar Gunnarsson , varamaður í skólanefnd


Dagskrá:

1. 0804021 - Ráðning leikskólastjóra 2008.
Tekin fyrir að nýju ráðning leikskólastjóra.
Jónína Guðmundsdóttir frá Capacent kom inn á fundinn undir þessum lið. Jónína fór yfir stöðu mála og ræddi um umsækjendur. Skólanefnd leggur til að þorvaldur þorvaldsson verði ráðinn í starfið.


2. 0803047 - Hugmyndir að aukinni samþættingu milli skólastiga.
Fyrir fundinn var lögð tillaga sveitarstjóra um nýtt skipulag skólamála í Eyjafjarðarsveit.
Tillagan er svohljóðandi: "Sveitarstjóri leggur til við sveitarstjórn að skólastig, það er grunnskólastig og leikskólastig verði sameinuð undir eina yfirstjórn og einn skólastjóra. Skólastjóri verði Karl Frímannsson núverandi skólastjóri Hrafnagilsskóla. Nánari útfærsla verður unnin af „Verkefnisnefnd um samrekstur og samþættingu skólastiga“ sem stofnað var til á 174. fundi skólanefndar þann 3. júní síðastliðinn. Gerð er tillaga um að Karl Frímannsson stýri vinnu nefndarinnar og fækkað verði um einn fulltrúa í verkefnisnefnd, alls verða þá sex í nefndinni auk sveitarstjóra."

Skólanefnd leggur til að brott falli orðin "að skólastig, það er" en lýsir ánægju sinni með tillöguna.

Undir þessum lið eru einnig lögð fram drög að "Erindisbréfi fyrir verkefnisnefnd vegna samrekstrar og samþættingar leik- og grunnskóla"

Skólanefnd felur formanni, grunnskólastjóra og sveitarstjóra að fullvinna erindisbréfið og senda það til staðfestingar í sveitarstjórn.


3. 0806035 - Kynning á stöðu ráðningarmála grunnskóla skólaárið 2008-2009
Karl Frímannsson gerði grein fyrir ráðningarmálum í grunnskólanum.
Auglýst var eftir umsjónarkennara á miðstigi, sérkennara á yngsta og miðstigi auk kennara í heimilisfræði (2/3) og smíðakennara (1/2).
Gengið hefur verið frá flestum þessum ráðningum og horfir vænlega með allar stöður.


4. 0806036 - Minnisblað skólastjóra vegna nýrra grunnskólalaga 1.júlí 2008
Karl Frímannsson fór fáeinum orðum um lög um grunnskóla sem nýlega voru samþykkt.
Hann benti á að umræða um marga þætti laganna hefði verið lítil. Hann vakti athygli á nokkrum liðum í nýju lögunum, m.a. um hlutverk skólanefndar. Auk þess var bent á að við gildistöku þessara laga þarf að breyta erindisbréfi skólanefndar.


5. 0806037 - Stofnbúnaður í almennum kennslustofum grunnskóla
Fram var lagður listi um stofnbúnað í kennslustofur ásamt reglugerð um lágmarksaðstöðu grunnskóla. Skólanefnd samþykkir listann og vísar honum til Eignasjóðs til athugunar og eftirbreytni.


6. 0806038 - Hrafnagilsskóli, niðurstaða fjárhags 2007 og samanburður við áætlun.
Karl kynnti niðurstöður ársreiknings ársins 2007. Tekjuafgangur var kr. 3.203.406 sem flyst til næsta árs. Skólanefnd fagnar því hve vel hefur tekist til í rekstrinum.


Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 22:50

Getum við bætt efni síðunnar?