179. fundur skólanefndar Eyjafjarðarsveitar haldinn Hrafnagilsskóli, laugardaginn 22. nóvember 2008 og hófst hann kl. 10:00
Fundinn sátu:
Sigríður Bjarnadóttir, Inga Björk Harðardóttir, Guðrún Harðardóttir, Ingibjörg ösp Stefánsdóttir, Jóhann
ólafur Halldórsson, Karl Frímannsson, Anna Guðmundsdóttir, þorvaldur þorvaldsson, Arnar árnason,
Fundargerð ritaði: Sigríður Bjarnadóttir ,
Dagskrá:
1. 0810004 - Fjárhagsáætlun 2009 Undirbúningur
Vinnufundur nefnda laugardaginn 22. nóvember 2008 í Hrafnagilsskóla
- sameiginlegt fyrir allar nefndir fyrir hádegi -
- skólanefndin sér eftir hádegi, fundargerð þess fundar; -
Anna Guðmundsdóttir kom inn á seinni hluta fundarins, auk þess sat Arnar árnason, oddviti, megnið af fundinum.
Dagskrá
Fyrir fundinum lá að fara yfir fjárhagsáætlun ársins 2009 en markmiðið var, samkvæmt tilmælum yfirstjórnar
sveitarfélagsins, að ná fram sem mestum sparnaði. Miðað var við að lækka heildarkostnað skólamála um 12-15%.
Til grundvallar
Nefndin er sammála um að leggja til grundvallar að þrátt fyrir mikið fyrirsjáanlegt aðhald og samdrátt í rekstri skólastofnana
verði kjarninn í góðu starfi þeirra á undanförnum árum varinn. því lítur nefndin svo á að um tímabundnar
aðgerðir sé að ræða á meðan þjóðfélagið allt gengur í gegnum samdrátt í efnahagslífi.
þær viðmiðunarupphæðir sem lagðar eru til grundvallar fjárhagsáætlunar 2009 fyrir skólana taka mið af áætlun
ársins 2008 þar sem álagsprósenta er lögð þar ofan á (launahækkanir vegna nýrra kjarasamninga, verðlagshækkanir vegna
verðbólgu).
Niðurstaða
Að lokinni ítarlegri umræðu um allar hliðar rekstrar skólastofnananna tveggja samþykkir skólanefnd að skólastjórnendur vinni
áfram með sparnaðartillögu sem miðar að um 33 milljóna króna rekstrarsamdrætti milli ára.
þá leggur nefndin til samræmingu allra afsláttarkjara og að þau nái yfir allt skólastigið, frá leikskóla til
grunnskóla. Nánari útfærsla á því er í höndum skólastjórnenda og formanns nefndarinnar.
Nefndarfólk leggur til að takmarka fundi skólanefndar við 6 á ári en nýta betur tölvupóstsamskipti þess á milli.
Aðrar hugmyndir
Skólanefnd telur rétt að betri tengsl séu milli starfs nefndarinnar og tónlistarskóla og bendir á mikilvægi þess að fulltrúi
úr skólanefnd sitji í skólanefnd tónlistarskólans.
Málefni menningarmálanefndar mætti fella undir skólanefnd og þannig hagræða í nefndum.
Málefni íþrótta- og tómstundanefndar eru skyld málefnum skólanefndar og gætu því farið saman. Hins vegar eru
málefni beggja nefnda það umfangsmikil og starfið því orðið meira en rétt er að ætla einni nefnd og líkur til að aukinn
fundafjöldi komi í veg fyrir hagræðingu af sameiningu.
Nefndin leggur til að gefin verði ráðgjöf fyrir þá íbúa sveitarfélagsins sem þurfa á fjárhagslegri aðstoð
að halda svo fólk geti áfram tekið þátt í hefðbundnu, daglegu lífi. Til þess þarf samstarf fleiri nefnda, s.s.
félagsmálanefndar, íþrótta- og tómstundanefndar o.fl.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:00