182. fundur skólanefndar Eyjafjarðarsveitar haldinn að Syðra Laugalandi, þriðjudaginn 5. maí 2009 og hófst hann kl. 20:30
Fundinn sátu:
Guðrún Harðardóttir, Ingibjörg ösp Stefánsdóttir, Jóhann ólafur Halldórsson, Aníta Jónsdóttir, Harpa
Gunnlaugsdóttir, Karl Frímannsson, Anna Guðmundsdóttir, Indíana ósk Magnúsdóttir, Guðlaug Tryggvadóttir, Sigríður
Bjarnadóttir, Sigurveig Björnsdóttir,
Fundargerð ritaði: Aníta Jónsdóttir , áheyrnarfulltrúi
Dagskrá:
1. 0905001 - Skýrsla um námsferð fyrrverandi leikskólastjóra í maí 2008
Lögð er fram skýrsla um kynnisferð leikskólastjóra, leikskólafulltrúa og - ráðgjafa til Helsinki í maí 2008. Skýrslan
afhent fulltrúum leikskóla.
2. 0902016 - Skóladagatal Hrafnagilsskóla 2009-2010
Karl leggur fram skóladagatal 2009 - 2010. Fyrirkomulag foreldrasamtala kynnt. Skólanefnd samþykkir skóladagatal 2009 - 2010.
3. 0905002 - Skóladagatal leikskóla 2009-2010
Skóladagatal leikskóla lagt fram til kynningar. Umræður um námskeiðsdaga. óskað eftir tilfærslum með hliðsjón af
skóladagatali grunnskóla. Afgreiðslu frestað.
4. 0905003 - Starfsmannamál næsta vetrar hjá grunn- og leikskóla
Umræðu um starfsmannamál grunnskóla frestað til næsta fundar.
Engar breytingar fyrirhugaðar í starfsmannamálum leikskóla.
5. 0905004 - áætlun um fyrirkomulag stjórnunar í grunnskóla
Karl leggur fram tillögu að fyrirkomulagi stjórnunar í grunnskólanum samkvæmt grunnskólalögum. Gerð er tillaga að óbreyttri
stjórnunarskipan. Forsenda samrekstrar leik- og grunnskóla frá og með 1. ágúst 2009, sem samþykkt var á síðasta
skólanefndarfundi, er að halda stjórnunarskipaninni óbreyttri. Tillagan samþykkt.
6. 0905005 - Töluleg gögn grunnskólastarfsins
Lagðar eru fram til kynningar tölulegar upplýsingar um skólastarf Hrafnagilsskóla.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 22:00