Skólanefnd

184. fundur 21. október 2009 kl. 09:03 - 09:03 Eldri-fundur
184. fundur skólanefndar Eyjafjarðarsveitar haldinn að Syðra Laugalandi, þriðjudaginn 20. október 2009 og hófst hann kl. 20:00.
Fundinn sátu:
Sigurður Friðleifsson, Guðrún Harðardóttir, Ingibjörg ösp Stefánsdóttir, Jóhann ólafur Halldórsson, Valgerður Jónsdóttir, Karl Frímannsson, þorvaldur þorvaldsson, Anna Guðmundsdóttir, Dagmar þóra Sævarsdóttir, Indíana ósk Magnúsdóttir, Hrafnhildur Vigfúsdóttir og Jónas Vigfússon.

Fundargerð ritaði:  Sigurður Ingi Friðleifsson , formaður.


Dagskrá:

1.     0909017 - Umsókn um niðurgreiðslu leikskólagjalda
Skólanefnd veitir ekki einstakar undanþágur frá almennri gjaldskrá leikskólans Krummakots en vísar til annarra félagslegra úrræða sveitarfélagsins þegar við á. Gjaldskrá leikskólans og afsláttarkjör eru til reglulegrar endurskoðunar og samanburðar við önnur sveitarfélög.
         
2.     0803049 - Hönnun skólalóðar.
Skólanefnd tekur undir erindi skólaráðs og beinir því til sveitarstjórnar að gert verði ráð fyrir úrbótum á skólalóð á fjárhagsáætlun 2010 og óskar eftir því við sveitarstjórn að skipulag á skólalóð verði lagt fyrir skólanefnd til formlegrar afgreiðslu.
         
3.     0806052 - Samrekstur skóla
Skólanefnd felur stjórnendum Hrafnagilsskóla að samræma kjaraatriði utan kjarasamninga samkvæmt fyrirliggjandi minnisblaði.  Lagt er til að breytingin taki þó ekki gildi fyrr en 1. ágúst 2010.
 
4.     0910014 - Undirbúningur skólanefndar að gerð fjárhagsáætlunar 2010-2011
Skólanefnd ræddi undirbúning að gerð fjárhagsáætlunar 2010-2011.
         
5.     0910015 - Hlutverk skólanefndar við mat á skólastarfi
Skólanefnd felur formanni og skólastjóra að koma með tillögur um fyrirkomulag formlegra skila á innra og ytra mati til skólanefndar sem gerir nefndinni kleyft að uppfylla 36. og 37.grein 8 kafla grunnskólalaga.
         
6.     0910013 - Kynning skólastjóra á þróunarverkefninu Feneyjar
Skólanefnd fékk kynningu skólastjóra á verkefninu.
         

Fleira ekki gert.  Fundi slitið kl.   22:00
Getum við bætt efni síðunnar?