Skólanefnd

187. fundur 01. september 2010 kl. 10:23 - 10:23 Eldri-fundur

187 . fundur skólanefndar Eyjafjarðarsveitar haldinn að Syðra Laugalandi, þriðjudaginn 31. ágúst 2010 og hófst hann kl. 20:30.
Fundinn sátu:
Sigríður Bjarnadóttir, Sigurður Friðleifsson, Valgerður Jónsdóttir, Hrund Hlöðversdóttir, Hólmgeir Karlsson, Jónas Vigfússon, Karl Frímannsson, Hrafnhildur Vigfúsdóttir, Inga Bára Ragnarsdóttir og Indiana ósk Magnúsdóttir.

Fundargerð ritaði:  Valgerður Jónsdóttir, ritari.

Ritari kosinn Valgerður Jónsdóttir og varaformaður Hólmgeir Karlsson.

Dagskrá:

1.  1008007 - Starfsáætlun skólanefndar haust 2010
Rætt um starfsáætlun, verklag  og erindisbréf skólanefndar.  Nefndin beinir því til sveitarstjórnar að erindisbréf nefndarinnar verði endurskoðað í samræmi við ný lög sem tóku gildi árið 2008.  Samþykkt að endurskoða verklagsreglur í framhaldi af endurskoðun erindisbréfs.


2.  0911002 - Fjárhagsáætlun 2010
Karl fór yfir fjárhagsáætlun grunn- og leikskóladeildar miðað við rekstur fyrri helming ársins.  Rekstur skólans er samkvæmt áætlun.


3.  1008008 - Verkefnastaða leik- og grunnskóla haust 2010
Karl fór yfir verkefnastöðuna, starfsmannahald ofl.   Færri börn eru á leikskóladeild heldur en undanfarin ár.  í grunnskóladeild er fjöldinn svipaður.


4.  1008016 - Heimilisfræði - breyting á húsnæði heimavistar
Karl og Jónas fóru yfir fyrirliggjandi teikningar og kostnaðaráætlun.  Nefndin beinir því til sveitarstjórnar að ráðist verði í þessar breytingar.


Fleira ekki gert.  Fundi slitið kl.   22:30

Getum við bætt efni síðunnar?